Guðný Kristjánsdóttir (Ártúni)
Guðný Kristjánsdóttir frá Ártúni, húsfreyja í Reykjavík fæddist 18. janúar 1941 í Ártúni.
Foreldrar hennar voru Kristján Guðmundsson verkamaður, bóndi, f. 2. desember 1911 í Reykjavík, d. 16. apríl 1979, og síðari kona hans Fjóla Gísladóttir frá Saurum í Vindhælishreppi, A-Hún., húsfreyja, f. 5. júlí 1918, d. 5. nóvember 1991 á Skagaströnd.
Guðný var með foreldrum sínum í Ártúni og fluttist með þeim til Skagastrandar 1943.
Hún giftist Baldri Frey og eignaðist með honum þrjú börn, en þau skildu.
Síðari eiginmaður var Guðjón Ásgeir Guðjónsson. Þau bjuggu í Noregi og skildu.
Guðný býr í Reykjavík.
Guðný var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (skildu), var Baldur Freyr Guðjónsson, f. 7. mars 1942.
Börn þeirra:
1. Fjóla Baldursdóttir f. 3. september 1961.
2. Gefn Baldursdóttir f. 13. ágúst 1962.
3. Kristján Freyr Baldursson f. 1. júlí 1965.
II. Síðari maður Guðnýjar, (skildu), var Guðjón Ásgeir Guðjónsson, f. 10. júní 1971.
Börn þeirra:
4. Guðjón Emil Guðjónsson f. 4. desember 1991 í Noregi.
5. Guðný María Guðjónsdóttir f. 8. september 1994 í Noregi.
6. Daníel Guðjónsson. f. 1. júlí 1998 í Noregi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.