Una G.R. Jóhannesdóttir (Reynifelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. febrúar 2018 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. febrúar 2018 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Una Guðríður Rósamunda Jóhannesdóttir''' húsfreyja í Uppsalakoti í Svarfaðardal, síðar á Reynifelli og í Stakkholti fæddist 19. október 1869 á Kvíslarhól...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Una Guðríður Rósamunda Jóhannesdóttir húsfreyja í Uppsalakoti í Svarfaðardal, síðar á Reynifelli og í Stakkholti fæddist 19. október 1869 á Kvíslarhóli á Tjörnesi, S-Þing. og lést 24. mars 1939.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Tómasson vinnumaður, f. 27. október 1830 og Hallfríður Kristjánsdóttir, síðar húsfreyja, f. 12. apríl 1844, d. 6. júlí 1886.

Una var niðursetningur í Jóhannesarbæ í Húsavíkursókn 1880, vinnukona á Akureyri 1890. Hún var húsfreyja í Uppsalakoti í Svarfaðardal um 1895-1912, flutti þá ásamt fjölskyldu fljótlega til Fáskrúðsfjarðar. Gunnlaugur lést 1914. Una og var þar til 1921.
Hún fluttist til Eyja með Hirti syni sínum 1921, bjó með honum á Reynifelli, Vesturvegi 15b 1927 og 1930, í Stakkholti 1934.
Una lést 1939.

Maður Unu var Gunnlaugur Pálsson bóndi, f. 14. janúar 1867 í Urðasókn í Svarfaðardal, d. 28. ágúst 1914.
Börn þeirra:
1. Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Hruna, f. 6. janúar 1898 í Uppsalakoti, d. 19. júlí 1965.
2. Petra Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, f. 18. ágúst 1900. Hún flutti með móður og föður til Fáskrúðsfarðar.
3. Hjörtur Gunnlaugsson sjómaður, f. 9. júní 1906 í Uppsalakoti, d. 1. janúar 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.