Hjörtur Gunnlaugsson (Reynifelli)
Hjörtur Gunnlaugsson á Reynifelli, sjómaður, matsveinn fæddist 9. júní 1906 í Uppsalakoti í Svarfaðardal og lét 1. janúar 1968.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Pálsson bóndi í Uppsalakoti, síðar á Búðum í Fáskrúðsfirði, f. 14. janúar 1867 í Urðasókn í Svarfaðardal, d. 28. ágúst 1914, og kona hans Una Guðríður Rósamunda Jóhannesdóttir húsfreyja, síðar á Reynifelli og í Stakkholti, f. 19. október 1869 á Kvíslarhóli á Tjörnesi, d. 24. mars 1939.
Systir Hjartar í Eyjum var
1. Margrét Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Hruna, f. 6. janúar 1898 í Uppsalakoti, d. 19. júlí 1965.
Hjörtur var með foreldrum sínum í Uppsalakoti í æsku, fluttist með þeim að Búðum í Fáskrúðsfirði 1912.
Faðir hans lést 1914.
Hjörtur fylgdi móður sinni til Eyja 1921, stundaði sjómennsku.
Hann var á Reynifelli með móður sinni 1930 og í Stakkholti 1934.
Hjörtur var sjómaður í Stakkholti 1940.
Hann fluttist til Stykkishólms, var þar matsveinn og netamaður.
Hjörtur eignaðist barn með Sesselju Welding 1928.
Þau Sesselja Kristjánsdóttir bjuggu saman.
Hann lést 1968.
I. Barnsmóðir Hjartar var Sesselja Helgadóttir Welding húsfreyja, verkakona, f. 3. apríl 1890 í Hafnarfirði, d. 2. ágúst 1959.
Barn þeirra:
1. Kristbjörg Hjartardóttir húsfreyja á Flateyri, f. 17. júlí 1928 á Fáskrúðsfirði, d. 31. janúar 1979. Maður hennar Einar Jens Friðriksson Hafberg.
II. Sambúðarkona Hjartar var Sesselja Kristjánsdóttir, f. 20. desember 1900 á Grundarfirði, d. 18. júní 1972. Foreldrar hennar Kristján Ólafsson bóndi á Eiði í Eyrarsveit, Snæf., f. 15. nóvember 1853 í Staðarsveit á Snæf., d. 18. ágúst 1939 í Stykkishólmi, og kona hans Hildur Helgadóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1855 á Hrafnkelsstöðum í Eyrarsveit, d. 12. júní 1941 í Stykkishólmi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.