Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1956/ Ný viðhorf: Fiskifræðingur í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júlí 2016 kl. 13:19 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júlí 2016 kl. 13:19 eftir Halla1 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
BALDUR JOHNSEN HÉRAÐSLÆKNIR:


NÝ VIÐHORF


Fiskifræðingur í Vestmannaeyjum


Flestar menningarþjóðir nota nú vísindin meira og meira í þjónustu sína og aukin tækni hjálpar mannshöndinni í æ ríkari mæli. Hvergi hafa þessi nýju viðhorf haft djúptækari áhrif heldur en á sviði framleiðslunnar, sérstaklega í iðnaði og landbúnaði. Við sjávarsíðuna hafa vísindin og hin nýja tækni einnig haldið innreið sína, hin síðari ár.
Flugvélar hafa um árabil verið notaðar við síldarleit og Norðmenn halda úti fiskirannsóknarskipi, sem leitar uppi síldartorfurnar þegar þær eru á leið upp að landinu og leiðbeinir síðan skipunum á miðin, nákvæmlega, svo að segja beint í torfuna. Augljóst er að þetta hefur gjörbreytt afkomu síldarútvegsins í Noregi, og hefur þó síldin alltaf verið álitin kenjóttur fiskur, og óútreiknanlegur. Það er því ekki að undra þótt menn spyrji, hvort ekki væri hægt að koma neinum slíkum aðgerðum við á vertíð í Vestmannaeyjum, jafnvel þótt þar sé við þorskinn að eiga, sem álitinn hefur verið mun stöðugri í rásinni en síldin, en mun þó, á þeirri vertíð, sem nú var að enda, hafa komið mönnum á óvart að ýmsu leyti með hegðun sinni, svo að veiði varð rýrari en oftast áður í apríl.


Fiskifræðinganna bíður áreiðanlega mikið starf í framtíðinni. Ekki virðist það nokkrum vafa undirorpið, að staðsetning fiskifræðings í Vestmannaeyjum, myndi mikið auðvelda rannsóknarstarfið við suðurströnd Íslands, allt frá Reykjanesi til Ingólfshöfða eða Hornafjarðar. Slíkur fiskifræðingur myndi styðjast við rannsóknarskip og raunar allan fiskiflotann, sem siglir og sækir á mið austur og vestur frá Eyjum. Þá fengist lifandi samband við sjómennina, og yrði það áreiðanlega mikill styrkur fyrir rannsóknirnar og myndi flýta fyrir árangri og ég er viss um, að sjómenn myndu ekki telja eftir sér dálitla aukafyrirhöfn í sambandi við söfnun sýnishorna ef þeir hefðu í landi daglegt samband við fiskifræðing, sem leiðbeindi þeim og hvetti til þátttöku í vísindastarfi. Og raunar má segja, að aflinn í hverjum róðri, geti með nokkrum hætti verið rannsóknarefni, þegar svo ber undir.
Ekki virðist fjarri lagi, að hægt væri smám saman að hyggja á slíku rannsóknarstarfi nokkuð nákvæmar leiðbeiningar, um, hvenær rétt væri að hefja veiðar á hverri vertíð, á hvaða veiðisvæði að sækja og með hvaða veiðitæki.
Þú væri máske hægt að spara eitthvað aukinn kostnað og fyrirhöfn, sem útgerðin verður fyrir, þegar hver einstaklingur verður að prófa sig áfram með veiðitæki og veiðisvæði.
Þá væri máske hægt að fá svör við ýmsum spurningum, t. d. hvort um ofveiði kunni að vera að ræða á veiðisvæðum bátaflotans, eða hvort breyta þurfi um veiðiaðferðir. Máske er líka hægt að veiða síld, eða annan smáfisk, engu síður en þorskinn, það myndu auknar rannsóknir leiða í ljós.
Loks yrðu þessar rannsóknir svo liður í heildarrannsóknum á fiskigöngum við Ísland og norðanvert Atlantshaf, sem síðar gerðu mögulegar víðtækar áætlanir og aðgerðir í sambandi við aukna skipulagningu veiðanna, svæðafriðun og væntanlega útfærslu landhelginnar.
Hvað sem þessum framtíðaráætlunum Iíður þá vita Vestmannaeyingar bezt sjálfir hvar skórinn kreppir að á líðandi stund. Þeir vita, að það er mikið í húfi í stærstu veiðistöð landsins, með 100 báta, og dýrari útgerðartæki en nokkru sinni fyrr, og svo eru þúsundir sjómanna og verkamanna, sem beinlínis eiga afkomu sína undir fiskveiðum hér.
Þessum málum þurfa sjómenn og útgerðarmenn að gefa gaum og beita áhrifum sínum til að hrinda í framkvæmd, eins og kallað var og er enn í dag, urðu þarna oft mestu rabbfundir. Þegar veðurspáin var vond, stormur eða hvassviðri, voru eyðublöðin rauð að lit, til að vekja meiri athygli, og voru það kölluð stormskeyti.
Þennan morgun, 11. febrúar, var ekkert rautt skeyti og engin illveðurspá, ef ég man rétt SA-kaldi eða stinningskaldi, eitthvað á þá leið, og loftvogin strikaði jafnt og ekkert niður á við. Allir fóru því óhikað í róður og héldu til yztu miða, sem þá var sótt á með línu. En það var suður og vestur af Skerjum (Súlna- og Geirfuglaskerjum) og vestur fyrir Einidrang.
Burtfararmerkið „Blússið“ var þá gefið frá einum bát, er til þess var kosinn af bæjarstjórn. Var það gert með því að bregða upp ljósblossa. Var olíublautum tvisti vafið um goggskaft og kveikt í og því haldið á lofti stutta stund, síðan drepið snögglega með því að dýfa því sjó. Hver bátur lá þá við sína festi á höfninni, þar til blússið kom, en ekki voru höfð of mörg vöf af keðjunni á pallstyttunni, þegar leið að blússtíma og öruggur og handviss maður hafður við að sleppa. Skjöktbátnum var haldið þannig, að sem allra fljótast gengi að komast af stað, og oftast gekk það líka ótrúlega fljótt. Ávallt var þess gætt að láta mótorbátinn horfa út á Leiðina, en þegar vindur var vestan eða NV-stæður, var oft brasað við að færa keðjuna aftur á og festa hana þar, svo að báturinn gæti snúið út og rétt, þegar „Blússið“ kom. Oft varð þröng mikil á Leiðinni og yzt á höfninni, því að allir vildu þá verða sem fyrstir á miðin, ekki síður en nú. Ekki var þó mikið um stór eða alvarleg brot á bátum, þó það komi fyrir, en oft var samanstuð, og menn voru með fríholt til varnar, því að stuðpúðar voru þá að mestu óþekktir hér í bátum. Fylgdu þessu stundum hróp og koll.
Á góðviðrisnóttum mátti þá oft sjá stóra hópa af fólki vestur á Skansi og fram á syðri hafnargarðshaus, sem ýmist vakti eða vaknaði til að horfa á, þegar bátaflotinn hélt úr höfn, og hef ég heyrt sumt af því fólki segja, að það yrði sér ævinlega ógleymanleg sjón.


Á þessum árum voru flestir bátar hér óraflýstir. Einstaka höfðu þó rafgeymi og höfðu við hann eitt til tvö ljós og þóttu þau hinar mestu gersemar. Rafgeymarnir fengust hlaðnir á rafstöðinni hér, og gerðu vélamennirnir það með glöðu geði og fullum áhuga fyrir þörfum okkar sjómannanna, og þó þeir hefðu snúninga og aukastarf við þessa geymahleðslu, var það unnið endurgjaldslaust. Vélgæzlumenn við rafstöðina voru þá þeir Dalabræður, Sveinbjörn, Vilhjálmur og Hjálmar Jónssynir.


Fyrstu bátar munu hafa verið raflýstir hér sumarið 1925 (Gunnar Hámundarson VE 27). Voru það mikil þægindi og jók mjög öryggi, því að erfitt reyndist oft að láta lifa á kerta- eða olíuluktunum, þegar vond voru veður, eins og fram mun koma í þessari frásögn.
Í róðurinn 11. febrúar 1928 héldu flestir bátanna suður með Urðum og var víst ferðinni heitið hjá flestum suður og vestur fyrir Sker. Nokkrir héldu þó fyrir Klettinn og að Einidrang.
Við á Hansínu fórum langt vestur fyrir Hryggi, á Útsuður, eins og þá var kallað. Línuna lögðum við í komp. V, 12 bjóð 6 strengja, sem þá var venjuleg línulengd framan af vertíð. Venjulega var verið einn klukkutíma til einn klukkutíma og 20 mínútur að leggja 12 bjóð.
Þegar við höfðum lokið við að leggja, var kominn þunga vindur á SA og kvika, mjög dimmt til lofts og því sýnilegt, að stormur var í aðsigi. Létum við því línuna ekki liggja nema hálfa klukkustund, eða á meðan hitað var kaffi og drukkið í flýti. Því næst var byrjað að draga inn línuna og var strax sæmilegur fiskreytingur. Fengum við á þessi 12 bjóð 505 þorska, ýsa og annað var ekki talið. Fimm sinnum slitum við, svo illa gekk að draga, og höfðum við ekki lokið því, fyrr en um kl. hálf fjögur. Var þá kominn rokstormur á SA með slyddubyl. Gerðum við því næst sjóklárt sem kallað er. Létum allt lauslegt, sem út gat tekið, niður í lest, svo sem öll línubjóðin og belgina með á vöfðum bólfærum, sem þá var siður, því að fæstir bátar hér höfðu þá nema eina reyrstöng, sem höfð var á miðri línunni. Ekki var þá siður að hafa segl yfir lestarlúgum, en skálkar voru og ævinlega notaðir í vondum sjóveðrum. Stefna var tekin til lands og stýrt komp. A. En landsýn var horfin í sortabyl. Um kl. fjögur fór björgunar - og eftirlitsskipið Þór (elzti Þór) hjá okkur, og var hann með tvö flögg í lóðréttri línu milli mastra, sem gaf til kynna, að veðurskeyti spáðu rokstormi.
Klukkan um 5 rofaði til um stutta stund, sáum við þá, að stefnan hjá okkur var austan til á Álsey, og var það látið standa. Var nú kominn rokstormur og harðar kvikur, svo að oft varð að slá af, því að Hansína var súðbyrt og mjög erfið í mótstími, en afburða gott sjóskip. Kl. um hálfsjö vorum við vestan við Álsey, en ekki sáum við eyna, því að þá var snjódrífan orðin svo mikil, að ekki sást nema örstutt út frá bátnum, enda þá líka að verða dimmt af nóttu. En af rokhviðunum, slétta sjónum og tímalengdinni þóttumst við fullvissir um, hvar við værum staddir. Áfram var haldið í þeirri von að ná Smáeyjum og þaðan austur að Eiði. En það tókst ekki, eins og nú skal sagt frá.
Þegar kl. var um hálf átta, hættum við að „stíma“. Vorum við þá komnir í svo til sléttan sjó, en harðar og strjálar rokhviður, og myrkrið og snjóbylurinn orðinn svo mikill, að hásetunum, sem stóðu „útkík“, kom saman um, að ekki sæist nema einn til tvo faðma fram af bátnum, og þar með treysti ég ekki á að taka landkenningu.
Þessa vertíð höfðum við á Hansínu fengið einn rafgeymi, og voru tengd við hann tvö ljós, annað sem notað var til að Ieggja línuna við. Var það tengt í bíllukt, er gaf mjög góða birtu og því sæmilega gott kastljós, „kastari“. Hitt ljósið var við áttavitann í stýrishúsinu og þar notuð tveggja eða þriggja kerta vasaljóspera, því að mjög var sparlega farið með þessi ljós, því ekki entist á geyminum nema átta til tíu róðra.
Þegar við á Hansínu höfðum andæft þarna upp í veðrið nokkra stund, kom bátur fast upp að borðinu hjá okkur, brá ég þá á hann kastljósinu okkar og þekkti, að þar var kominn Skógafoss VE 236. Formaður á honum var þá Jónas Sigurðsson í Skuld. Hjá þeim á Skógafossi var svo ástatt þessa nótt, að ekki lifði á neinu Ijóskeri ofanþilja eða í stýrishúsi (áttavitaljósi), nema einni togbaujulukt uppi á stýrishúsi, er sýndi hvítt Ijós allt um kring. Á Hansínu lifðu hliðarljós og toppljós, en afturljós höfðum við ekki, því þar var notast við „hænsna“lukt, en í þetta sinn tókum við hana og settum inn í toppluktina (er var mjög stór) í slað olíulampans, er oft vildi slokkna á, þegar báturinn hjó.
Báðum varð okkur Jónasi líkt hugsað á þeirri stundu, er við þekktum hvors annars bát: Að reyna að halda okkur saman, Í því fælist öryggi og myndi að einhverju leyti stytta okkur tímann. Því „huggun er manni mönnum að“. En þessi ofveðursnótt reyndist okkur báðum mjög erfið og löng, en ógleymanleg. Báðir urðum við að standa alla nóttina við stýrið, með alla glugga og hurðir opnar á stýrishúsunum og stara út í myrkrið, snjóhríðina og rokið, því við urðum varir við báta, sem ekki höfðu náð landi og voru þarna á ferð. Varð því að reyna að hafa ítrustu aðgætni á öllu, og svo að verja okkar báta fyrir samanstuði.
Það mun hafa verið kl. 6 til 7 um morguninn, sem veðrinu slotaði, en snjókoman og myrkrið hélzt áfram og nú fórum við út af strikinu, eins og mætti orða það. Því eftir að lygndi var ekkert til að átta sig á, og ekki hugsun að leita lands, fyrr en birti af degi. Á meðan rokið hélzt, „stímuðum“ við upp í veðrið, þar til rokhviðurnar urðu harðari og strjálli og sjórinn sléttari og reiknuðum þá með að vera vestan eða inn af Smáeyjum, og mun það hafa verið rétt áætlað.
Sunnudagsmorguninn 12. febrúar, strax og birti af degi, fóru fyrstu útilegubátarnir að koma að (inn í höfnina), þeir sern lágu undir Eiðinu og Hamrinum, og þegar leið á morguninn vantaði ekki nema þrjá báta, sem ekkert spurðist af, þá Skógafoss, Sleipni og Hansínu.
Björgunarskipið Þór og tveir íslenzkir togarar, sem voru hér við Eyjar, „Surprise“ frá Hafnarfirði, nafninu á hinum hef ég gleymt, fóru um morguninn strax og fært þótti að leita að bátunum. Klukkan mun hafa verið 10 um morguninn, þegar annar þessara togara fór hjá okkur Skógafosi á NV-Ieið, var þá enn snjódrífa hjá okkur. Þá vorum við farnir að Ieita lands og stýrðum SSA, og reyndist það strik rétt tekið, því þegar upp stytti, höfðum við stefnu á Eiðið. Höfnin við því verið komnir inn og norður af Þrídröngum.


Á Iandleiðinni stoppaði vélin í Skógafossi og urðum við að hafa hann í eftirdragi á annan klukkutíma, og tafði það svo fyrir okkur, að ekki komum við inn á höfnina fyrr en klukkan 1:20 eftir hádegi, og voru þá þar með allir bátarnir komnir heilir í höfn úr þessari útilegu.
Síðasti báturinn, sem kom inn í höfnina á laugardagskvöldinu, var Lundi VE 141 og formaður sá sami á honum og nú. Þorgeir Jóelsson, en þá var Lundinn tvístefnungur og ekki nema um 14 lestir að stærð, og þegar þeir voru á miðri Víkinni, bar svo til, að öll Ijós slokknuðu í bænum og einnig á hafnargarðsvitanum. Því hann var þá tengdur við bæjarkerfið. En allt fór samt vel og inn komust þeir, en svo var snjókoman og myrkrið mikið þessa nótt, að þeir menn, sem stóðu vestan undir „Austurbúðar“ lifrarbraiðsluhúsinu að hyggja eftir bátum, sem komu að, sáu ekki, er Lundinn kom inn Leiðina, og loguðu þó bæði siglingaljósin hjá honum („landternurnar“).