Margrét Sigurðardóttir (Búlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2018 kl. 17:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2018 kl. 17:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Sigurðardóttir (Búlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Sigurðardóttir.

Margrét Sigurðardóttir frá Búlandi, húsfreyja fæddist þar 29. apríl 1924 og lést 31. janúar 2011 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar vor Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. desember 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.

Móðursystkini Margrétar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri (Búlandi) húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Reykjavíkur sautján ára og vann ýmis þjónustustörf.
Þau Helgi Ellert giftu sig 1945, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu Heiðargerði 60 í Reykjavík, bjuggu síðar í Espigerði 4.
Helgi Ellert lést 2004.
Margrét fluttist í þjónustuíbúð að Dalbraut 27.
Hún lést 2011 á líknardeild Landakotsspítala.

ctr
Margrét Sigurðardóttir og Helgi Ellert Loftsson.

I. Maður Margrétar, (28. júní 1945), var Helgi Ellert Loftsson vélstjóri, járnsmiður, f. 9. janúar 1924, d. 1. janúar 2004. Foreldrar hans voru Loftur Guðmundsson sjómaður, f. 2. júlí 1888, d. 24. janúar 1928, og Sveinbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1888, d. 1. janúar 1975.
Börn þeirra:
1. Björg Helgadóttir, f. 15. febrúar 1947.
2. Hróðmar Helgason læknir, f. 14. september 1950. I. Fyrri kona Kolbrún Jónsdóttir. II. Sambýliskona hans Yrsa Björt Leósdóttir Löve.
3. Sigríður Hrönn Helgadóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1959. Maður hennar Jónas Ingi Ketilsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.