Einar Jónsson yngri (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. desember 2017 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. desember 2017 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Jónsson frá Túni fæddist 11. febrúar 1856 á Gjábakka og hrapaði til bana 31. júlí 1878.
Foreldrar hans voru Jón Sverrisson húsmaður í Túni, f. 19. júní 1833, d. 10. maí 1859, og Margrét Jónsdóttir húskona, f. 6. apríl 1825, d. 25. desember 1865.
Einar var með foreldrum sínum í Þorkelshjalli 1856, í Steinmóðshúsi 1857, Túni 1858. Faðir hans lést 1859 og í lok árs var Einar með móður sinni í Túni, niðursetningur á Gjábakka 1860, í Stakkagerði 1861, í SteinmóðshúsI 1862, í Kastala 1863 og 1864. Móðir hans lést 1865 og Einar var niðursetningur í Helgabæ í lok ársins, en var á Gjábakka 1866, í Nýjabæ 1867 og enn 1871, 16 ára léttadrengur á Kirkjubæ 1872, vinnumaður þar 1873, vinnudrengur þar 1874-1876, vinnumaður á Vesturhúsum 1877 og 1878, er hann hrapaði til bana í Flugum, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir