Guðbjörg Helgadóttir (Akri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2017 kl. 19:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2017 kl. 19:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðbjörg Helgadóttir Beck. '''Guðbjörg Helgadóttir''' frá Hamri, síðan á Akri, síðar Beck fæddist 18. ágús...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Helgadóttir Beck.

Guðbjörg Helgadóttir frá Hamri, síðan á Akri, síðar Beck fæddist 18. ágúst 1924 á Hamri og lést 28. maí 2013.
Foreldrar hennar voru Helgi Hjálmarsson sjómaður, trésmiður á Hamri, síðar bóndi á Rotum u. Eyjafjöllum, f. 13. október 1880, d. 6. apríl 1976, og fyrri kona hans Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1889, d. 25. ágúst 1924.

Börn Helga og Guðbjargar voru:
1. Hermann Helgason vélstjóri, f. 30. janúar 1916 á Löndum, d. 5. júlí 2006. Kona hans var Sigurlaug Guðmundsdóttir.
2. Magnús Helgason, f. 5. júlí 1917 á Túnsbergi, síðast í Reykjavík, d. 3. janúar 1992.
3. Hjálmar Kristinn Helgason sjómaður í Reykjavík, f. 16. júní 1920 í Fagurhól, d. 22. nóvember 1993. Kona hans var Elín Katrín Sumarliðadóttir.
3. Gunnar Ágúst Helgason á Lögbergi, sjómaður, vélstjóri, forstöðumaður, f. 22. janúar 1923 á Hamri, d. 23. nóvember 2000. Kona hans var Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir.
4. Guðbjörg Helgadóttir Beck húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 18. ágúst 1924 á Hamri, d. 28. maí 2013. Maður hennar var Páll Beck.

Börn Helga og Sigríðar síðari konu hans og hálfsystkini Guðbjargar:
5. Sigurður Helgi Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 3. apríl 1926, d. 17. maí 1991, ókvæntur.
6. Hlöðver Helgason í Eyjum, verkamaður, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, síðar í Reykjavík, f. 11. september 1927 á Hamri, d. 2. ágúst 2007. Kona hans var Katrín Sólveig Jónsdóttir.
7. Gústaf Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 21. ágúst 1928, d. 21. febrúar 2010, ókvæntur.
8. Hugó Helgason, f. 31. mars 1930. Hann fluttist til Svíþjóðar, ókvæntur.
9. Laufey Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 28. maí 1932. Maður hennar er Kåre Gravdehaug.
10. Unnur Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 21. ágúst 1933. Maður hennar er Kjeld Gundersen.
11. Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1937, d. 18. júní 1987. Hún var gift Sæmundi Inga Sveinssyni bifreiðastjóra.

Móðir Guðbjargar lést viku eftir fæðingu hennar.
Hún fór í fóstur til Guðrúnar á Akri föðursystur sinnar og eftir lát Guðrúnar 1928 var hún fóstruð hjá börnum hennar, Lárusi og Sigríði Guðrúnar og Guðmundarbörnum.
Það kom svo í hlut Sigríðar að taka hana að sér, er hún giftist.
Guðbjörg ólst síðan upp hjá Sigríði og manni hennar Sigurði Jónssyni, fyrst í Eyjum, en í Reykjavík frá 1936.
Hún eignaðist Elínu með Eyvindi 1946 og var hún alin upp hjá Sigríði og Sigurði.
Hún eignaðist Jónas Þór með Jónasi Þorleifi 1948. Þau Páll giftu sig 1951 og eignuðust þrjú börn.
Guðbjörg lést 2013.

I. Barnsfaðir Guðbjargar var Eyvindur Ólafsson járnsmiður, f. 1. apríl 1926, d. 25. apríl 1996.
Barn þeirra er
1. Elín Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1946. Fósturforeldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja frá Akri og maður hennar Sigurður Jónsson. Maður hennar er Alfreð Frederiksen.

II. Barnsfaðir Guðbjargar var Jónas Þorleifur Jónsson, f. 15. janúar 1921, d. 17. febrúar 1976.
Barn þeirra var
2. Jónas Þór Jónasson kjötiðnaðarmaður og atvinnurekandi í Reykjavík, f. 15. apríl 1948, d. 7. júní 1998. Kona hans var Katrín Þ. Hreinsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1959.

III. Maður Guðbjargar, (30. nóvember 1951), var Páll Þórir Eiríksson Beck, f. 16. febrúar 1921. Foreldrar hans voru Eiríkur Hansson Beck kennari, sjómaður, útgerðarmaður á Reyðarfirði, f. 15. janúar 1876, d. 9. júlí 1950, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir Beck húsfreyja, f. 25. janúar 1891, d. 20. maí 1982.
Börn þeirra:
3. Eiríkur Beck lögreglumaður, nú bifreiðastjóri í Noregi, f. 11. nóvember 1951. Kona hans var Margrét S. Beck húsfreyja, f. 19. maí 1952, d. 15. september 2002.
4. Margrét Beck skrifstofumaður, f. 7. febrúar 1953.
5. Páll Emil Beck húsasmíðameistari, f. 21. nóvember 1954. Kona hans er Lilja Guðmundsdóttir frá Eyjum.
6. Hermann Beck, f. 26. júní 1956. Kona hans er Elísabet Karlsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.