Óli Jón Kristjánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2017 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2017 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Óli Jón Kristjánsson. '''Óli Jón Kristjánsson''' bóndi á Bakka í Kelduhverfi og víðar í S-Þingeyjarsýslu fæddist 23. ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óli Jón Kristjánsson.

Óli Jón Kristjánsson bóndi á Bakka í Kelduhverfi og víðar í S-Þingeyjarsýslu fæddist 23. maí 1866 í Ærlækjarseli í Kelduhverfi og lést 20. apríl 1929 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Kristján Árnason bóndi, hreppstjóri í Ærlækjarseli og á Víkingavatni í S-Þing., f. 22. febrúar 1826, d. 20. apríl 1901, og kona hans Sigurveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1826, d. 27. mars 1909.

Óli var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Hólmfríður voru bændur á Víkingavatni í Kelduhverfi í S-Þing. 1888-1892, í Kílakoti þar 1892-1898, á Grásíðu þar 1898-1900, Bakka þar 1900-1905 og í Garði 1 þar 1905-1906, Hliðskjálfi í Húsavíkursókn 1910, á Kirkjubæ þar 1920.
Sigurður Ólason fluttist til Eyja 1920 og Hólmfríður fluttist með Þórarni og Kristjönu 1924, en Óli Jón kom síðar og lést 1929.

Kona Óla Jóns var Hólmfríður Þórarinsdóttir húsfreyja, síðar á Þrúðvangi, f. 23. júní 1861, d. 6. desember 1937.
Börn þeirra:
1. Árni Ólason (Árni Óla) rithöfundur, blaðamaður, f. 2. desember 1888, d. 5. júní 1979.
2. Kristjana Óladóttir á Þrúðvangi, bæjarritari í Eyjum, f. 23. mars 1891, d. 6. mars 1966.
3. Þórarinn Ólason á Hoffelli, trésmiður, skrifstofumaður, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.
4. Kristján Ólason pakkhúsmaður á Húsavík, skáld, f. 27. júlí 1894, d. 24. október 1975.
5. Guðbjörg Óladóttir kaupmaður á Húsavík, f. 26. febrúar 1896, d. 24. október 1960.
6. Sigurður Ólason á Þrúðvangi, forstjóri, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Þingeyinga II. Indriði Indriðason. Helgafell 1976.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.