Anna Jóhannsdóttir (Vatnsdal)
Anna Jóhannsdóttir í Vatnsdal, húsfreyja fæddist 10. janúar 1914 í Reykjavík og lést 25. janúar 1944.
Foreldrar hennar voru Jóhann Bergur Jónsson undan Eyjafjöllum, verkamaður í Mörk í Reykjavík 1910, síðar sjómaður í Sandgerði, f. 13. nóvember 1877, d. 28. mars 1948 og kona hans Jónína Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, síðar bústýra í Grísatungu á Mýrum í Mýas., f. 14. júní 1980, d. 26. mars 1943.
Anna var með vinnukonunni móður sinni á Brennistöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu 1920, með bústýrunni móður sinni í Grísatungu í Stafholtstungum 1930.
Hún bjó með Guðmundi í Vatnsdal við fæðingu Soffíu 1936, veiktist af berklum og var flutt úr Eyjum á Vífilsstaði 1943, en Soffía, barn hennar, fór í fóstur að Kárastöðum í Borgarhreppi á sama ári.
Anna lést 1944.
I. Sambýlismaður Önnu var Guðmundur Stefánsson sjómaður frá Ási, f. 20. júní 1905, d. 31. ágúst 1980.
Barn þeirra var
1. Soffía Guðmundsdóttir, f. 30. október 1936 í Vatnsdal, d. 26. desember 2013.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 3. janúar 1914. Minning Soffíu Guðmundsdóttur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.