Elís Sæmundsson (Björgvin)
Elís Sæmundsson smiður í Björgvin, á Bergstöðum og Litla-Hrauni fæddist. 8. mars 1860 og lést 27. desember 1916.
Foreldrar hans voru Sæmundur Guðmundsson formaður, síðar húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890, og barnsmóðir hans Margrét Ísleifsdóttir, þá vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja í Klömbru undir Eyjafjöllum, f. 8. október 1829, d. 5. apríl 1905.
Margrét barnsmóðir Sæmundar giftist síðar Jóni Jónssyni bónda í Klömbru.
Meðal barna þeirra var Kristbjörg húsfreyja í Klömbru, kona Ingvars Pálssonar bónda. Þau voru foreldrar Sigurjóns Ingvarssonar skipstjóra í Skógum, f. 20. desember 1895, d. 29. mars 1986, og Ísleifs Ingvarssonar verkstjóra, f. 27. mars 1905, d. 22. janúar 2001.
Elís fylgdi móður sinni frá Kornhól að Hrútafelli u. Eyjafjöllum 1860, var hjá móður sinni og fósturföður í Klömbru 1870 og 1880.
Hann fluttist til Eyja 1886, vinnumaður að Nýjabæ og var þar til 1888. Hann var vinnumaður í Nýja-Kastala 1889 og þar var Björg vinnukona.
Elís var húsmaður í Elínarhúsi með Björgu unnustu sinni og barni þeirra Jóhönnu Gíslínu 1890.
Hann var húsmaður í Ísakshúsi 1891 og enn 1894 með Björgu. Elín Björg fæddist þeim 1894.
Þau byggðu Björgvin 1899 og bjuggu þar til 1903. Þar stóð Ísakshús áður. Þá byggðu þau Bergstaði og bjuggu þar um skeið, voru þar 1910. Þau byggðu Litla-Hraun í byrjun annars áratugar aldarinnar og þar bjó Elís við andlát 1916, en hann drukknaði nálægt Sundskálanum á Eiðinu.
Kona Elís, (30. október 1891), var Björg Ísaksdóttir frá Norðurgarði, f. 4. október 1865, d. 13. maí 1953.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna Gíslína Elísdóttir, f. 5. ágúst 1890, d. 18. maí 1917.
2. Elín Björg Elísdóttir, f. 11. júlí 1894, fór til Reykjavíkur 1905, dó þar á St. Jósefs spítala (Landakotsspítala) 5. september 1905..
3. Jónína Guðrún Elísdóttir, f. 14. júlí 1897, d. 24. desember 1966.
4. Petrína Margrét Elísdóttir, f. 13. ágúst 1904, d. 29. júní 1980.
5. Jóhann Elínbergur Elísson, f. 18. júní 1908, d. 3. febrúar 1974.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.