Margrét Ísleifsdóttir (Klömbru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Ísleifsdóttir vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja í Klömbru u. Eyjafjöllum fæddist 8. október 1829 í Efri-Vatnahjáleigu (nú Svanavatn) í A-Landeyjum og lést 5. apríl 1905.
Foreldrar hennar voru Ísleifur Eyjólfsson bóndi, síðar á Bryggjum þar, skírður 27. febrúar 1799 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu þar, d. 20. mars 1893 í Hallgeirseyjarhjáleigu þar, og kona hans Guðný Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1805 á Ljótarstöðum þar, d. 23. september 1877.

Margrét var með foreldrum sínum fyrstu æviár sín, en þau skildu, er hún var enn á barnsaldri.
Hún var vinnukona á Kúfhóli í A-Landeyjum 1845, var með móður sinni og Guðlaugi Magnússyni síðari manni hennar á Kirkjulandi þar 1850, með ekkjunni móður sinni þar 1855, en Guðlaugur hafði drukknað á árinu.
Margrét fluttist að Kornhól 1859, var vinnukona þar við fæðingu Elísar í mars 1860, en var gift vinnukona á Hrútafelli u. Eyjafjöllum í lok ársins með Elís hjá sér.
Hún var húsfreyja í Klömbru u. Eyjafjöllum 1870 og enn 1890, er Jón drukknaði.
meðal barna þeirra var Kristbjörg nýfædd, síðar móðir Sigurjóns og Ísleifs Ingvarssona. Þar var Elís Sæmundsson barn hennar, þá 10 ára.
Þau hjón bjuggu enn í Klömbru 1880.
Jón lést fyrir 1890, en Margrét bjó í Klömbru 1890. Elís sonur hennar var þá farinn til Eyja.
Margrét lést 1905.

I. Barnsfaðir Margrétar var Sæmundur Guðmundsson, þá vinnumaður í Nöjsomhed, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890.
Barn þeirra var
1. Elís Sæmundsson í Björgvin, f. 8. mars 1860, d. 27. desember 1916, yfirleitt kallaður Elías.

II. Maður Margrétar, (25. október 1860), var Jón Jónsson bóndi, f. 18. janúar 1832, drukknaði við Eyjafjallasand ásamt 8 öðrum 19. maí 1890.
Meðal barna þeirra Margrétar var
2. Kristbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Klömbru, f. 26. febrúar 1870, d. 2. maí 1949. Maður hennar var Ingvar Pálsson bóndi.
Þau voru foreldrar
1. Sigurjóns Ingvarssonar skipstjóra í Skógum, f. 20. desember 1895, d. 29. mars 1986.
2. Ísleifs Ingvarssonar verkstjóra, f. 27. mars 1905, d. 22. janúar 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.