Friðbjörg Einarsdóttir (Brekastíg 24)
Friðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, verkakona á Djúpavogi, síðar í dvöl hjá Ágústi syni sínum á Brekastíg 24 fæddist 18. september 1865 og lést 16. desember 1936.
Foreldrar hennar voru Einar Magnússon bóndi í Stekkahjáleigu í Hálssókn í Hamarsfirði, f. 1817, d. 29. apríl 1871, og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, yfirsetukona, f. 7. nóvember 1831, d. 19. ágúst 1914.
Faðir Friðbjargar lést, er hún var á sjötta árinu. Hún fylgdi móður sinni, var léttastúlka á Þvottá í Álftafirði 1880 og var þar með vinnukonunni og ekkjunni móður sinni. Hún var leigjandi hjá Sigurbjörgu systur sinni i Borgargarði í Djúpavogi 1901 með Ágúst Ólaf með sér.
Þá var hún húskona í Gamla vertshúsi á Eskifirði 1910 með Ágústi Ólafi og húsfreyja í Sænskahúsi á Eskifirði 1920 og þar var Ágúst Ólafur húsbóndi.
Friðbjörg fluttist til Ágústs Ólafs á Brekastíg 33 1930 og fluttist með fjölskyldu hans að Brekastíg 24.
Hún lést 1936.
Barnsfaðir Friðbjargar var Ólafur Finnbogason bóndi í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, síðar verkamaður á Búðum þar, f. 5. ágúst 1861, d. 24. maí 1935.
Barn þeirra var
Ágúst Ólafur Ólafsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1899, d. 14. maí 1976.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.