Bjarni Sveinsson (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2015 kl. 19:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2015 kl. 19:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Bjarni Sveinsson (Hvanneyri)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Sveinsson sjómaður, járnsmiður fæddist 14. nóvember 1887 á Undirhrauni (Melhól) í Meðallandi og lést 28. júní 1966.
Foreldrar hans voru Sveinn Ingimundarson bóndi á Melhól (Undirhrauni), f. 18. febrúar 1860, d. 18. janúar 1947, og kona hans Gróa Bjarnadóttir húsfreyja, f. 9. september 1864, d. 22. janúar 1938.

Bjarni var með foreldrum sínum til ársins 1912, en þá fluttist hann til Eyja. Þau Ragnhildur giftu sig 22. desember 1912, áttu þá heimili á Felli, voru leigjendur á Hvanneyri 1913, en það hús var þá nýreist, og þar voru þau enn 1921.
Bjarni var sjómaður í fyrstu í Eyjum, en starfaði að járnsmíði lengst af.
Þau bjuggu á Vesturvegi 21 1930 og þar átti Bjarni síðast heimili. Hann lést 1966.

Kona Bjarna, (22. desember 1912), var Ragnhildur Þórðardóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1877, d. 21. nóvember 1969.
Þau munu hafa verið barnlaus, en
fóstursonur Bjarna, barn Ragnhildar, var
1. Guðni Ingvarsson matsveinn, f. 17. júlí 1901, d. 5. október 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.