Kristín Jónsdóttir (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. júlí 2014 kl. 09:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. júlí 2014 kl. 09:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hólshúsi fæddist 24. september 1883 í Nýjabæ og lést 27. maí 1957.
Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Arnoddsson, þá vinnumaður í Nýjabæ, f. 12. júlí 1862, d. 1. janúar 1942, og Ólöf Jónsdóttir vinnukona þar, síðar kona Jóns, f. 1854, d. líklega í Vesturheimi.

Kristín ólst upp hjá Kristínu Einarsdóttur í Nýjabæ.
Hún var ógift í Hólshúsi 1901 hjá Ingvari Árnasyni og Gróu Þórðardóttur.
Magnús maður hennar drukknaði 1906 og 1910 var hún ekkja í Hólshúsi í sambýli við Ingvar og Gróu, með börnin Magnús Kristinn Magnússon 4 ára og nýfæddan son, Ingvar Valdimar Gunnarsson. Faðir hans var Gunnar Marel Jónsson, þá ókvæntur í Hólshúsi.
Hún eignaðist annað barn með Gunnari 1914. Það var Ásta Rut.
1920 bjó hún ekkja í Hólshúsi með tvö Gunnarsbörn, en Magnús Kristinn var kominn í Mýrdalinn, ólst þar upp og var vinnumaður á Litlu-Hólum 1920.
1930 var Kristín bústýra hjá Davíð Árnasyni á Skólavegi 18, (Mjölni), með Ástu Rut og Magnús Kristinn hjá sér.
Kristín bjó áfram með Davíð og var síðast búsett á Strandvegi 61, (Ólafsvöllum). Hún lést 1957.

I. Maður Kristínar, (13. febrúar 1904), var Magnús Magnússon sjómaður í Hólshúsi, f. 1. júlí 1878 á Dyrhólum í Mýrdal, drukknaði 17. október 1906.
Barn þeirra var
1. Magnús Kristinn Magnússon, f. 19. október 1906, d. 10. október 1985. Hann var með móður sinni 1910, tökubarn og síðan vinnumaður á Litlu-Hólum í Mýrdal 1913-1927, á Ketilsstöðum þar 1927-1928, fór þá til Eyja og síðar til Reykjavíkur.

II. Börn Kristínar Sigríðar með Gunnari Marel Jónssyni óg. í Hólshúsi:
2. Ingvar Valdimar Gunnarsson, f. 10. nóvember 1910, d. 25. ágúst 1928.
3. Ásta Rut Gunnarsdóttir húsfreyja í Hólshúsi, f. 26. janúar 1914, d. 22. desember 2000.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.