Ritverk Árna Árnasonar/Helgi Jón Magnússon (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2013 kl. 21:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2013 kl. 21:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Helgi Magnússon.

Kynning.

Helgi Jón Magnússon trésmíðameistari frá Stóru-Heiði, fæddist 22. febrúar 1934.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon trésmíðameistari frá Vesturhúsum, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978 og kona hans Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1908, d. 9. júlí 1998.

Kona Helga (11. september 1965) er Unnur Tómasdóttir hústjórnarkennari, f. 29. mars 1943 í Reykjavík.
Börn Helga og Unnar:
1. Ólöf húsfreyja í Eyjum, f. 30. nóvember 1965. Maki: Kristján L. Möller sjómaður.
2. Tómas tæknifræðingur, f. 13. janúar 1972. Hann býr í Hollandi, kvæntur þarlendri konu, Jenny Helgason.
3. Kristinn rekstrarfræðingur í Kópavogi, f. 13. apríl 1975. Maki: Þórhildur Guðmundsdóttir.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Helgi er hár vexti, svarthærður, nokkuð langleitur, ekki holdamikill og frekar beinaber og stór.
Hann er allsterkur, en ekki fullþroska ennþá, duglegur til vinnu og iðinn. Hann er við húsasmíði með föður sínum. Hann hefir stundað íþróttir, hlaup, þolinn og þrautseigur. Hann er dálítið lotinn, en þó ekki til lýta. Hann er kátur í félagsskap, en virðist vera óframfærinn eða jafnvel feiminn.
Hann hefir verið dálítið við lundaveiðar í Álsey, en vantar alveg þjálfun á því sviði, virðist þó hafa allgóð tilþrif, og ef hann fengi bæði nægilega tilsögn og tíma til æfinga, yrði hann vafalaust allgóður að veiða.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir