Ritverk Árna Árnasonar/Helgi Jón Magnússon (Heiði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Helgi Magnússon.

Kynning.

Helgi Jón Magnússon trésmíðameistari frá Stóru-Heiði, fæddist 22. febrúar 1934 og lést 10. maí 2018.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon trésmíðameistari frá Vesturhúsum, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978 og kona hans Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1908, d. 9. júlí 1998.

Börn Kristínar og Magnúsar:
1. Emma Ása Magnúsdóttir, f. 25. júlí 1931 í Heiðarbýli, Brekastíg 6, d. 17. mars 1932.
2. Helgi, f. 22. febrúar 1934, kvæntur Unni Tómasdóttur, f. 29. mars 1943.
3. Ása, f. 22. júní 1939, d. 13. apríl 1986. Hún var gift Guðmundi Marinó Loftssyni, f. 3. nóvember 1942.
4. Petra, f. 13. október 1945, gift Þorkeli Þorkelssyni, f. 22. mars 1946.

Helgi var með foreldrum sínum.
Hann lauk 3. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1951, prófi í Iðnskólanum samhliða námi í húsasmíði hjá Smið hf., öðlaðist síðan meistararéttindi 1967. Helgi vann í Smið fram að Gosi 1973, flutti til lands, sneri aftur 1974, tók að sér ýmis verkefni, byggingu húsa og fleira. Hann varð smiður hjá Vinnslustöðinni um 1990 og hætti 72 ára.
Þau Unnur giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Ásaveg 29, en eftir Gos byggðu þau Bröttugötu 29, fluttu í það 1975 og bjuggu þar, en síðast að Áshamri 1c.
Helgi lést 2018.

I. Kona Helga (11. september 1965) er Unnur Tómasdóttir hústjórnarkennari, f. 29. mars 1943 í Reykjavík.
Börn Helga og Unnar:
1. Ólöf húsfreyja í Eyjum, f. 30. nóvember 1965. Maki: Kristján L. Möller sjómaður.
2. Tómas tæknifræðingur, f. 13. janúar 1972. Hann býr í Hollandi, kvæntur þarlendri konu, Jenny Helgason.
3. Kristinn rekstrarfræðingur í Kópavogi, f. 13. apríl 1975. Maki: Þórhildur Rún Guðmundsdóttir.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Helgi er hár vexti, svarthærður, nokkuð langleitur, ekki holdamikill og frekar beinaber og stór.
Hann er allsterkur, en ekki fullþroska ennþá, duglegur til vinnu og iðinn. Hann er við húsasmíði með föður sínum. Hann hefir stundað íþróttir, hlaup, þolinn og þrautseigur. Hann er dálítið lotinn, en þó ekki til lýta. Hann er kátur í félagsskap, en virðist vera óframfærinn eða jafnvel feiminn.
Hann hefir verið dálítið við lundaveiðar í Álsey, en vantar alveg þjálfun á því sviði, virðist þó hafa allgóð tilþrif, og ef hann fengi bæði nægilega tilsögn og tíma til æfinga, yrði hann vafalaust allgóður að veiða.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. maí 2008. Minning.
  • Unnur Tómasdóttir
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.