Helga Stefánsdóttir (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. febrúar 2015 kl. 21:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. febrúar 2015 kl. 21:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Stefánsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, síðar í Stóra- Gerði fæddist 5. desember 1783 og lést 28. febrúar 1864.

Faðir hennar var Stefán bóndi á Bjalla á Landi, f. 1742, d. 8. febrúar 1837, Filippusson prests í Kálfholti í Holtum, f. 1693, d. 1779, Gunnarssonar bónda og lögréttumanns í Bolholti á Rangárvöllum, f. 1665, Filippussonar, og konu hans, Ingibjargar húsfreyju, f. 1668, Ingimundardóttur.
Móðir Stefáns á Bjalla og síðari kona séra Filippusar var Vilborg húsfreyja, f. 1715, d. 1774, Þórðardóttir bónda og lögréttumanns í Háfi í Holtum, f. 1684, d. 1747, Þórðarsonar, og konu Þórðar í Háfi, Kristínar húsfreyju, f. 1695, á lífi 1763, Tómasdóttur.

Móðir Helgu og kona Stefáns á Bjalla var Helga húsfreyja, f. 1747, d. 10. júlí 1812, Gísladóttir bónda og hreppstjóra í Hjallanesi á Landi, f. 1693, á lífi 1756, Tómassonar bónda í Flagbjarnarholti þar, f. (1650), á lífi 1693, Gissurarsonar, og konu Tómasar, Ástríðar húsfreyju, f. 1657, á lífi 1711, Gunnlaugsdóttur.
Móðir Helgu á Bjalla og kona Gísla í Hjallanesi var síðari kona Gísla, Ingiríður húsfreyja, f. 1709, d. 14. maí 1785, Guðmundsdóttir bónda í Hjallanesi, f. 1668, á lífi 1709, Jónssonar, og síðari konu Guðmundar í Hjallanesi, Þorgerðar húsfreyju, f. 1671, á lífi 1733, Hallbjörnsdóttur.

Helga var húsmóðir á Steinsstöðum 1816, 42 ára húskona á Gjábakka 1821, - og 1822 með Ingiríði hjá sér.
Hún var húsfreyja á Steinsstöðum 1823 og 1827 með Halldóri Ásmundssyni og Ingiríði fimm og sex ára, 57 ára ekkja í Stóra-Gerði 1840 með Stefán Halldórsson 12 ára og Ingiríði Björnsdóttur 23 ára hjá sér, 62 ára vinnandi ekkja í Stóra-Gerði 1845 með son sinn Stefán Halldórsson 18 ára hjá sér.
Við manntal 1850 var hún ekkja í heimili hjá Ingiríði í Gerði og „lifir af ullarvinnu‟. Hún var ekkja í heimili Ingiríðar 1855, en 72 ára ekkja á heimili Sigurðar Jónssonar og Járngerðar Sigurðardóttur í Gerði 1860.
Helga lést 1864.

Helga á Steinsstöðum var systir Kristínar Stefánsdóttur húsfreyju í Háagarði, f. 1779, d. 14. júlí 1869, síðari konu Jóns Jónssonar bónda þar.

Helga Stefánsdóttir var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1816) var Björn Björnsson, f. 16. mars 1789, d. 20. júní 1821. Hún var síðari kona hans.
Börn Helgu og Björns hér:
1. Ingiríður Björnsdóttir, f. 12. september 1817, d. 19. september 1817 úr ginklofa.
2. Ingiríður Björnsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 9. september 1818, d. 4. júlí 1870.
3. Helga Björnsdóttir, f. 28. október 1819, d. 2. nóvember 1819 úr ginklofa.
4. Björn Björnsson, f. 2. júlí 1821, d. 8. júlí 1821 úr ginklofa.

II. Síðari maður Helgu, (2. febrúar 1823), var Halldórs Ásmundssonar í Stóra-Gerði, f. 1793, d. 4. maí 1837.
Börn þeirra:
5. Björn Halldórsson, f. 8. desember 1823, d. 15. desember 1823 úr ginklofa .
6. Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 19. desember 1824, d. 26. desember 1824 úr ginklofa.
7. Steindór Halldórsson, f. 7. febrúar 1826, d. 15. febrúar 1826 úr ginklofa.
8. Stefán Halldórsson, f. 24. júní 1828, d. 18. apríl 1849.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubók.