Halldór Ásmundsson (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldórs Ásmundsson bóndi í Stóra-Gerði fæddist á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, var skírður 24. júlí 1793 og lést 4. maí 1837.

Faðir hans var Ásmundur bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðan vinnumaður lengst af á Brúnum, f. 1766 á Kirkjulandi, d. 16. júní 1859, Jónsson bónda á Kirkjulandi, f. 1726, d. 20. mars 1814, Ólafssonar bónda á Kirkjulandi, f. 1701, á lífi 1733, Ólafssonar, og konu Ólafs Ólafssonar, Hallberu húsfreyju, f. 1701, á lífi 1733, Jónsdóttur.
Móðir Ásmundar og kona Jóns á Kirkjulandi var Margrét húsfreyja, f. 1731, d. 30. mars 1787, Ásmundsdóttir bónda á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1702, á lífi 1753, Björnssonar, og óþekktrar konu Ásmundar.

Móðir Halldórs og kona Ásmundar á Kirkjulandi var Ingibjörg húsfreyja, f. 1766 í Miðey í A-Landeyjum, d. 1. júlí 1840 á Vilborgarstöðum, Magnúsdóttir bónda í Miðey Jónssonar (ætt ókunn), og óþekktrar konu hans.

Bræður Halldórs í Eyjum voru:
1. Magnús Ásmundsson vinnumaður í Kastala, f. 1. maí 1795, d. 15. september 1856.
2. Gísla Ásmundssonar bóndi á Vilborgarstöðum, skírður 26. mars 1801, d. 9. maí 1844.
3. Jón Ásmundsson vinnumaður á Gjábakka f. 1. desember 1799, drukknaði 3. ágúst 1826.

Halldór var fósturbarn á Kirkjulandi 1801, vinnumaður í Fagurhól í A-Landeyjum.
Hann var vinnumaður á Gjábakka 1820, en var orðinn bóndi í Stóra-Gerði 1835.

I. Kona Halldórs, (2. febrúar 1823), var Helga Stefánsdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1783, d. 28. febrúar 1864. Hún var fyrr gift Birni Björnssyni bónda á Steinsstöðum.
Börn Halldórs og Helgu hér:
1. Björn Halldórsson, f. 8. desember 1823, d. 14. desember 1823 úr ginklofa.
2. Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 19. janúar 1824, d. 26. desember 1824 úr ginklofa.
3. Steindór Halldórsson, f. 7. febrúar 1826, d. 15. febrúar 1826 úr ginklofa.
4. Stefán Halldórsson, f. 24. júní 1828, d. 18. apríl 1849.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.