Guðmundur Guðmundsson (Vesturhúsum)
Guðmundur Guðmundsson sjómaður á Vesturhúsum fæddist um 1795 í Sigluvíkursókn, Rang.
Hann var íbúi í Ólafshúsum 1828 við fæðingu Sveins Guðmundssonar, bóndi á Vesturhúsum 1840, bóndi þar 1845 með Margréti Gísladóttur, í Jónshúsi 1850 með Margréti. Þar voru einnig búandi Samúel Bjarnason mormónaprestur sonur Margrétar og kona hans Margrét Gísladóttir Andréssonar.
Þau Margrét bjuggu á Vesturhúsum 1845 og hjá þeim var í fóstri Halldóra Samúelsdóttir tveggja ára, f. 19. september 1844, dóttir Samúels Bjarnasonar og Halldóru Jónsdóttur, síðar húsfreyju á Steinsstöðum, konu Sigurðar Vigfússonar bónda:
I. Barnsmóðir Guðmundar var Ragnhildur Jónsdóttir, þá vinnukona í Ólafshúsum, f. 1800, d. 1. október 1850.
Barn þeirra var
1. Sveinn Guðmundsson, f. 24. maí 1828, d. 1. júní 1828 úr ginklofa, (önnur skrá segir „Barnaveikin“).
Guðmundur var tvíkvæntur.
II. Fyrri kona hans, (17. ágúst 1828), var Þuríður Daníelsdóttir, f. 1806, d. 12. apríl 1841, 33 ára.
Börn þeirra hér:
2. Jón Guðmundsson, f. 24. júní 1832, d. 25. september 1832 „af Barnaveiki“.
3. Þorsteinn Guðmundsson, f. 15. febrúar 1835, d. 3. apríl 1835 „af Barnaveiki“.
4. Jakob Guðmundsson, f. 30. júlí 1836, d. 12. febrúar 1837.
III. Síðari kona Guðmundar, (29. október 1841), var Margrét Gísladóttir, en hún var móðir Samúels Bjarnasonar mormónaprests.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.