Kristín Jónsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. mars 2015 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. mars 2015 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristín Jónsdóttir (Hólshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Jónsdóttir bústýra í Hólshús fæddist 12. ágúst 1821 í Landeyjum og lést 27. nóvember 1894 í Vanangri.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson eldri, bóndi á Gjábakka, f. 1789, d. 21. mars 1838, og kona hans Margrét Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1795, skírð 25. september þ.á., d. 23. febrúar 1836.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hennar dó 1838 og heimilið leystist upp. Hún var 17 ára vinnukona í Stakkagerði 1838 og var þar enn 1840, var vinnukona á Steinsstöðum 1841-1846.
Þau Högni Árnason voru bæði til heimilis í Þorlaugargerði 1847-1850 hjá Sigþrúði Jónsdóttur og Ólafi Ólafssyni og síðan Sigþrúði eftir drukknun Ólafs 1850, og þá gegndi Högni þar einskonar ráðsmannsstöðu, kallað fyrirvinna. Sigþrúður brá búi 1858, líklega vegna sjúkleika Högna, sem fór að Fögruvöllum og lést þar 1859.
Kristín fór til Vigfúsar bróður síns, sem var ekkill í Hólshúsi og var þar vinnukona 1859, en bústýra hjá honum 1860, en 1861 var bústýra hjá honum Nikólína Ottadóttir, en hún varð önnur kona hans.
Kristín var vinnukona á Vilborgarstöðum 1861 og 1862, í Dölum 1863-1869, í Helgahjalli 1871.
Hún var niðursetningur í Vanangri 1872-dd.
Hún lést 1894 í Vanangri.

I. Barnsfaðir hennar var Högni Árnason ráðsmaður í Þorlaugargerði, f. 1810, d. 2. júlí 1859.
Barn þeirra var
1. Grímur Högnason, f. 17. október 1853, d. 27. október 1853 „af Barnaveikin“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.