Margrét Vigfúsdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Vigfúsdóttir húsfreyja á Gjábakka fæddist 1795 á Önundarstöðum í A-Landeyjum, skírð 25. september þ.á., og lést 23. febrúar 1836 á Gjábakka.
Faðir hennar var Vigfús bóndi á Önundarstöðum, f. 1763, varð úti skammt frá bæ sínum 1. október 1801, Magnússon bónda þar, f. 1715, d. 23. ágúst 1785 þar, Jónssonar, og konu Magnúsar Margrétar húsfreyju, f. 1728, d. 6. nóvember 1799 á Önundarstöðum, Vigfúsdóttur bónda þar, f. 1682, á lífi 1753, Jónssonar, og konu Vigfúsar Guðrúnar húsfreyju, f. 1692, á lífi 1766, Þorbjörnsdóttur.

Móðir Margrétar á Gjábakka og kona Vigfúsar var Kristín húsfreyja, skírð 10. febrúar 1763 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 18. júlí 1842 á Syðstu-Grund þar, Hjörleifsdóttir bónda í Drangshlíð þar, f. 1724, Jónssonar bónda í Klömbrum þar 1729, f. 1692, Oddssonar, og konu Jóns í Klömbrum, Kristínar húsfreyju, f. 1691, Þorláksdóttur.
Móðir Kristínar á Önundarstöðum og kona Hjörleifs í Drangshlíð var Drísíana húsfreyja, líklega frá Eskey í Suðursveit, var hjá Steini Jónssyni bróður sínum og k.h. Dýrleifu Jónsdóttur á Kálfafelli 1801, f. 1735, Jónsdóttir.

Margrét bjó með Jóni í Rimakoti í A-Landeyjum 1820-1828. Þá fluttust þau til Eyja og bjuggu á Gjábakka.
Hún lést 1836 „af ginklofa“.

Maður Margrétar Vigfúsdóttur, (28. desember 1819), var Jón Einarsson eldri á Gjábakka, f. 1789, d. 21. mars 1838.
Börn Margrétar og Jóns hér nefnd:
1. Grímur Jónsson vinnumaður á Gjábakka, f. 25. ágúst 1818, drukknaði 21. febrúar 1842, ókvæntur.
2. Vigfús Jónsson, f. 27. júní 1820, d. 1. júlí þ.á.
3. Kristín Jónsdóttir bústýra í Hólshúsi 1860 hjá Vigfúsi Jónssyni ekkli bróður sínum. Hún var á sveit í Vanangri 1890, f. 12. ágúst 1821, d. 27. nóvember 1894, ógift.
4. Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867. Hann var fyrr kvæntur Margréti Skúladóttur, síðar Nikólínu Ottadóttur.
5. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Túni, f. 6. apríl 1825, d. 25. desember 1865, gift Jóni Sverrissyni húsmanni, f. 1833, d. 10. maí 1859.
6. Hildur Jónsdóttir, f. 21. maí 1826, d. 30. s.m.
7. Ásdís Jónsdóttir, f. 28. september 1827, d. 11. nóvember s.á.
Börn fædd í Eyjum:
8. Daníel Jónsson, f. 15. febrúar 1829, d. 22. s. mán. úr ginklofa
9. Jón Jónsson, f. 2. mars 1831, d. 9. s.m. úr ginklofa.
10. Daníel Jónsson, f. 2. maí 1832, d. 8. s.m. úr ginklofa.
11. Þuríður Jónsdóttir, tvíburi, f. 20. maí 1834, d. 26. maí 1834 úr „Barnaveikindum“.
12. Ásdís Jónsdóttir, tvíburi, f. 20. maí 1834, d. 26. maí 1834 úr „Barnaveikindum“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.