Guðrún Þorkelsdóttir (Péturshúsi)
Eirikka Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja á Eskifirði fæddist 14. júlí 1888 í Reykjavík og lést 3. desember 1970.
Foreldrar hennar voru Þorkell Eiríksson sjómaður á Gjábakka eystri 1910, f. 16. febrúar 1853 í Reykjavík, d. 18. apríl 1920 og kona hans Sigurveig Samsonardóttir húsfreyja, f. 26. mars 1854 í Svalbarðssókn í N-Þing., d. 7. ágúst 1930.
Systkini Eirikku Guðrúnar voru:
1. Kristmann Agnar Þorkelsson yfirfiskimatsmaður í Steinholti, f. 23. júlí 1883, d. 22. janúar 1972.
2. Friðbjörn Þorkelsson, f. 25. ágúst 1885 á Seyðisfirði, d. 4. maí 1957.
3. Aðalbjörg Jónína Dóróthea Þorkelsdóttir vinnukona á Hallgilsstöðum 1910, f. 5. janúar 1892, d. 5. nóvember 1965.
4. Dagmar Þorkelsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 25. september 1897 í Reykjavík, d. 22. febrúar 1983.
Eirikka Guðrún var með foreldrum sínum í Garðhúsabæ í Reykjavík 1890, var tökubarn í Pálshúsi þar 1901.
Hún fluttist til Eyja með foreldrum sínum 1905, var vinnuhjú í Steinholti hjá Kristmanni bróður sínum 1906-1909, námsstúlka í Pálshúsi í Reykjavík 1910, gift húsfreyja í Eskifjarðarseli í Reyðarfjarðarhreppi 1920 með Jóni og 4 börnum þeirra. Jón lést 1925 og Eirikka Guðrún 1970.
Maður hennar var Jón Kjartansson bóndi í Eskifjarðarseli, f. 11. nóvember 1873, d. 12. apríl 1928.
Börn þeirra hér:
1. Sigurþór Jónsson verkamaður á Eskifirði, f. 6. júní 1913, d. 23. apríl 1998.
2. Kristinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði, f. 2. október 1914, d. 16. september 1980.
3. Anna Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Eskifirði, f. 20. október 1915, d. 26. maí 2010.
4. Jón Kristmann Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði, bæjarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar, f. 17. apríl 1919, d. 4. desember 2004.
5. Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður, forstjóri á Eskifirði. f. 30. janúar 1922, d. 30. apríl 2008.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.