Finnur Sigmundsson (Uppsölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 11:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 11:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Finnur Jósef Sigmundsson bifreiðastjóri og verkamaður í Uppsölum fæddist 29. janúar 1889 og lést 25. ágúst 1966.
Foreldrar hans voru Sigmundur Finnsson útvegsbóndi, sjómaður og fiskimatsmaður í Uppsölum, f. 6. mars 1859 í Álftagróf í Mýrdal, 16. janúar 1942 og kona hans Ragnheiður Sveinsdóttir húsfreyja frá Háagarði, f. 10. ágúst 1856, d. 27. febrúar 1916.

Finnur var með fjölskyldu sinni í Uppsölum 2 1890 og 1901, 1910 og með ekklinum föður sínum þar 1920.
Hann var kvæntur bifreiðastjóri í Uppsölum 1930 með fjölskyldu sinni. Hann vann við sorphreinsun í bænum.

Kona Finns var Þórunn Soffía Einarsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 17. apríl 1898. d. 20. nóvember 1970.
Börn þeirra:
1. Flosi Finnsson skipasmíðameistari, f. 2. júní 1922, d. 4. apríl 1986.
2. Sigmundur Ragnar Finnsson, sjómaður, síðar iðnrekandi í Melbourne í Ástralíu, f. 19. júlí 1923, d. 28. maí 1977. Kona hans var Cynthia Margreth Finnsson, f. 1928. Sonur þeirra Finnur William, f. 15. maí 1959.
3. Steina Margrét Finnsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1926. Maður hennar er Friðrik Haraldsson bakarameistari frá Sandi
Fóstursonur Finns og Þórunnar
4. Jón Bergmann Júlíusson trémíðameistari í Keflavík, f. 5. september 1939. Hann er bróðursonur Þórunnar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.