Sigurður Ingimundarson (Skjaldbreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2017 kl. 10:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2017 kl. 10:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður
Börn Sigurðar og Hólmfríðar
Börn Sigurðar og Hólmfríðar
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir

Sigurður Ingimundarsson (Siggi Munda), Skjaldbreið, var fæddur í Landeyjum 22. maí 1878 og lést 5. apríl 1962. Hann fluttist til Vestmannaeyja fyrir aldamótin 1900. Kona hans var Hólmfríður Jónsdóttir. Meðal barna þeirra voru Júlíus skipstjóri, Pálmi skipstjóri, Kristinn skipstjóri og síðar slökkviliðsstjóri og Friðjón lögfræðingur, sýslumaður og síðar skrifstofustjóri Alþingis.

Árið 1907 lét hann smíða mótorbát í samstarfi við fleiri, sá bátur hét Vestmannaey. Árið 1909 kom leki að bátnum vestur af Eyjum svo að báturinn sökk en frönsk skúta bjargaði áhöfninni.

Sigurður keypti aftur vélbát og var formaður til ársins 1930. Sigurður var harður sjómaður og lét lítið á sig fá. Hann var aflahæstur árið 1910, þrátt fyrir að Bátaábyrgðarfélagið hafi ekki viljað tryggja bátinn hans vegna glannaskaps. Sigurður sagði sig úr róðrasamþykktinni fyrir vertíðina, og varð langaflahæstur þá vertíð. Hann fór alltaf á undan öðrum bátum út og líkaði öðrum það ekki. Voru veiðarfærin og bátur hans skemmd, vegna þeirrar misklíðar. Sigurður var alla tíð mikill fiskimaður.

ctr


Láttu mig þræða í hjá þér, Gróa mín.
Sigurður Ingimundarson og Gróa.
(Ljósm. Edelstein)
(Mynd úr Bliki 1958).



Heimildir

  • Jón Sigurðsson. Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Manntal 1910. Ættfræðifélagið. Reykjavík 1995.