Ólafur Ingvarsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. maí 2015 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. maí 2015 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Ingvarsson (Miðhúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Ingvarsson sjómaður og landverkamaður á Miðhúsum fæddist 26. júlí 1862 á Steinsstöðum og lést 20. júní 1942.
Foreldrar hans voru Ingvar Ólafsson bóndi á Steinsstöðum, f. 15. júní 1827 í Stóra-Dalssókn u. Eyjafjöllum, d. 13. janúar 1866, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, síðar á Miðhúsum, f. 2. september 1832 á Norður-Hvoli í Mýrdal, d. 21. desember 1903 á Miðhúsum.

Hálfsystir Ólafs, sammædd, var
1. Ástríður Einarsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 10. október 1857 í Eyjum, d. 20. júlí 1919, kona Sigurðar Jónssonar verkamanns á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932.
Föðurbróðir Ólafs var
2. Bjarni Ólafsson bóndi í Svaðkoti.

Ólafur missti föður sinn, er hann var á 4. ári. Hann var með ekkjunni móður sinni á Steinsstöðum í lok árs 1866, var niðursetningur á Miðhúsum 1868-1869, á Fögruvöllum 1870, hjá Arndísi Jónsdóttur í Kastala 1871, í Ömpuhjalli 1872-1874, í Vanangri 1875-1877, með vinnukonunni móður sinni í Boston 1878, með henni á Miðhúsum 1879 og enn 1895.
Ólafur var vinnumaður, búsettur hjá móður sinni á Miðhúsum 1901.
Hann kvæntist ekkjunni Valgerði Jónsdóttur 1905 og bjó á Miðhúsum. Valgerður lést 1929 og Ólafur 1942.

I. Kona Ólafs, (11. nóvember 1905), var Valgerður Jónsdóttir frá Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1. febrúar 1864, d. 14. nóvember 1929.
Þau Valgerður voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.