Dagbjartur Vigfússon (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. maí 2015 kl. 15:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. maí 2015 kl. 15:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Dagbjartur Vigfússon.

Dagbjartur Vigfússon vinnumaður frá Hólshúsi fæddist 7. september 1865 og mun hafa látist í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867 og síðari kona hans Nikolína Ottadóttir, f. 12. júní 1830, d. 21. apríl 1912.

Faðir Dagbjarts lést, er hann var á 2. ári. Hann var með móður sinni í Hólshúsi fyrstu árin, var niðursetningur á Vesturhúsum 1871, á Fögruvöllum 1872, 1872, á Miðhúsum 1873 og 1874, í Nýja-Kastala 1876, í Sjólyst 1877, í Nýja-Kastala 1878-1880, með vinnukonunni móður sinni á Vilborgarstöðum 1881, vinnudrengur á Ofanleiti 1882, léttadrengur þar 1883, vinnumaður í Jómsborg 1884.
Dagbjartur fór til Seyðisfjarðar 1885 og kom þaðan að Stóra-Gerði 1887, var þar vinnumaður til 1890.
Hann fluttist til Vesturheims og bjó í Manitoba, stundaði gibslagningu í Brandonborg. Hann gekk í Kanadaher 1915, veiktist á leið til vígvallar í Evrópu og var snúið heim.
Hann nefndi sig Anderson.

I. Barnsmóðir Dagbjarts var Sigríður Sveinsdóttir vinnukona í Gerði 1890, f. 18. júní 1849, d. 2. september 1925.
Barn þeirra var
1. Nikolína Dagbjartsdóttir, f. 4. nóvember 1890, d. 6. desember 1890.

Dagbjartur var tvíkvæntur.
II. Fyrri kona hans var Þórdís Þórðardóttir frá Ísafirði, f. 29. júlí 1869.
Barn þeirra var
2. Andrés Dagbjartur Anderson.

III. Síðari kona hans var Ingibjörg.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Minningarrit íslenzkra hermanna 1914-1918. Winnipeg. Félagið Jón Sigurðsson, I.O.D.E.; 1923.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.