Helga Árnadóttir (Burstafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. apríl 2015 kl. 22:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. apríl 2015 kl. 22:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Helga Þuríður Árnadóttir.
Helga með foreldrum sínum og systkinum. Helga er efst til vinstri.

Helga Þuríður Árnadóttir húsfreyja frá Burstafelli, fæddist 15. maí 1918 í Guðjónshúsi („Brennu”) í Neskaupstað og lézt á Akranesi 8. desember 2008.
Foreldrar hennar voru Árni Oddsson, f. 1888 og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 1883.

Helga Þuríður annaðist fjölskylduna og heimilið lengst af. Hún var húsfreyja á Högnastöðum í Þverárhlíð í Mýrasýslu 1939-1941, síðan á Innsta-Vogi við Akranes 1941-1946. Hún var húsfreyja í Dölum í Eyjum 1946-62. Síðan bjuggu þau hjón í Skuld við Vestmannabraut, en síðast að Hilmisgötu 13 við gos.
Þau Guðjón fluttu til Akraness 1973 og bjuggu þar síðan. Dvöldu þau á Dvalarheimilinu Höfða þar síðustu ár sín.

Maður (10. desember 1938): Guðjón Jónsson, f. 1913.
Börn þeirra Guðjóns eru:

  1. Árnný Sigurbjörg, f. 1940,
  2. Oddfríður Jóna, f. 1942,
  3. Emil Þór, f. 1944,
  4. Guðmundur Helgi, f. 1947,
  5. Ásbjörn, f. 1949,
  6. Elín Ebba, f. 1952,
  7. Lárus Jóhann, f. 1959.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.