Sigríður Magnúsdóttir (Litlabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. apríl 2015 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. apríl 2015 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Magnúsdóttir (Litlabæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja fæddist 30. júlí 1863 í Berjanesi í V-Landeyjum og lést 4. mars 1957.
Faðir hennar var Magnús bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum og í Berjanesi í V-Landeyjum, f. 1824, d. 7. júlí 1904 í Eyjum, Jónsson bónda á Mið-Kekki (Svanavatni) í Stokkseyrarhreppi, f. 19. júní 1799 í Andrésfjósum á Skeiðum, d. í júlí 1888, Þorsteinssonar tómthúsmanns á Þóroddsá eystri í Ölfusi 1801, í Brú í Stokkseyrarhreppi 1804-1813, f. 1769, d. 12. ágúst 1813, Pálssonar, og konu Þorsteins Pálssonar, Margrétar húsfreyju, f. 1776, d. 1852, Gísladóttur í Kampholti í Flóa, Vigfússonar.
Móðir Magnúsar Jónssonar í Berjanesi og fyrri kona Jóns Þorsteinssonar var Kristín húsfreyja, f. 7. október 1791, d. 23. júlí 1827, Þorsteinsdóttir bónda á Kílhrauni á Skeiðum 1816, f. 1761, d. 23. maí 1817, Eiríkssonar, og konu Þorsteins Eiríkssonar, Vigdísar húsfreyju, f. 1763, d. 9. september 1841, Guðnadóttur.

Móðir Sigríðar í Litlabæ og kona Magnúsar í Berjanesi var Margrét húsfreyja, f. 17. júlí 1820 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 3. febrúar 1909 í Eyjum, Guðmundsdóttir bónda á Skíðbakka 1817-1840, f. 1792 á Lágafelli í A-Landeyjum, d. 27. mars 1840 í Eyjum, Magnússonar bónda á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1763 í Vatnsdalskoti í Breiðabólstaðarsókn, d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, og fyrri konu Magnúsar á Búðarhóli, Kristínar húsfreyju, ættaðri úr Mýrdal, f. 1755, d. 16. september 1796, Árnadóttur.
Móðir Margrétar og síðari kona Guðmundar á Skíðbakka var Málhildur húsfreyja, f. 28. júní 1798 í Klasbarðahjáleigu, d. 18. júní 1845 á Skíðbakka, Guðmundsdóttir bónda á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) í A-Landeyjum, f. 1772 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, d. 21. október 1840, Einarssonar og fyrri konu, (október 1795), Guðmundar Einarssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1774, d. 5. október 1805, Jónsdóttur í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi Atlasonar.

Ættbogi í Eyjum

Þau Magnús Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir kona hans fluttust til Eyja 1887 og létust þar. Guðmundur Magnússon á Skíðbakka faðir Margrétar lést einnig í Eyjum.
Síðari kona Jóns Þorsteinssonar á Mið-Kekki, (sjá ofar), var Þórdís húsfreyja Þorsteinsdóttir og voru þau hjón foreldrar Þorsteins Jónssonar héraðslæknis í Eyjum 1865-1905.
Magnús faðir Sigríðar í Litlabæ og Þorsteinn læknir voru því hálfbræður.

Systur Sigríðar í Eyjum voru
1. Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Litlabæ, kona Ástgeirs Guðmundssonar.
2. Guðrún á Búastöðum kona Gísla Eyjólfssonar.

Lífsferill og fjölskylda

Sigríður var með foreldrum sínum í Berjanesi 1880.
Hún fluttist frá Berjanesi að Litlabæ 1887 með Kristínu systur sinni og foreldrum þeirra Magnúsi og Margréti. Þeim fylgdi einnig Guðlaugur Hansson fóstursonur hjónanna.
Sigríður gerðist vinnukona í Litlabæ. Hún ól Guðmund um sumarið, en missti hann 14 vikna gamlan.
Hún fluttist frá Litlabæ til Seyðisfjarðar 1892, 30 ára vinnukona. Júlíus Guðmundur fór einng austur á því ári.
Sigríður var húsfreyja á Strandbergi í Seyðisfirði 1901 með Júlíusi Guðmundi og 4 börnum sínum. Hjá þeim var þá Margrét Halldórsdóttir móðir Júlíusar.
1910 voru þau í Gamla Hansenshúsinu á Seyðisfirði með 5 börnum sínum. Þau hjón voru ein í Sigfúsarhúsi þar 1920.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Jón Atlason frá Haga við Ey í V-Landeyjum, f. 14. ágúst 1847, d. 20. janúar 1817.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Jónsson, f. 6. júlí 1887 í Litlabæ, d. 22. október 1887.

II. Maður Sigríðar var Júlíus Guðmundur Guðmundsson frá Borg við Stakkagerðistún, f. 16. ágúst 1869, d. 26. janúar 1951. Hann var hálfbróðir Ástgeirs Guðmundssonar systurmanns hennar.
Börn þeirra hér:
1. Dagný Júlíusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. ágúst 1894, d. 1. desember 1974.
2. Jakob Júlíusson, f. 26. apríl 1896.
3. Guðmundur Júlíusson sjómaður í Reykjavík, f. 9. september 1899, d. 9. september 1926.
4. Elísabet Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. júní 1901, d. 5. júní 1974.
5. Magnús Júlíusson, f. 17. desember 1905, d. 2. febrúar 1915.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.