Erlendur Pétursson (Litlakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. apríl 2015 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. apríl 2015 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Erlendur Pétursson (Litlakoti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Erlendur Pétursson vinnumaður, sjómaður í Litlakoti, fæddist 8. september 1852 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal og drukknaði 13. mars 1874.
Foreldrar hans voru Pétur Erlendsson bóndi á Vatnsskarðshólum, f. 11. júlí 1817 á Syðra-Hvoli í Mýrdal, d. 3. júní 1866 á Vatnsskarðshólum, og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1823 á Ketilsstöðum þar, d. 27. júlí 1910 á Rauðhálsi þar.

Erlendur var með foreldrum sínum til 1868, var léttapiltur á Ketilsstöðum 1868-1869.
Hann fluttist úr Mýrdal að Litlakoti 1869 og var vinnumaður þar til dd.
Hann fórst með Gauki 13. mars 1874.
Þeir, sem fórust voru:
1. Árni Árnason bóndi á Vilborgarstöðum.
2. Gísli Brynjólfsson ekkjumaður í Móhúsum, sem var ein af Kirkjubæjarjörðunum. Hann var faðir Solveigar móður Gísla á Arnarhóli.
3. Erlendur Pétursson vinnumaður í Litlakoti (nú Veggur).
4. Jón Jónsson húsmaður í Dölum.
5. Sigurður Eyjólfsson, vinnumaður á Steinsstöðum.
6. Stefán Austmann í Vanangri.
7. Brynjólfur Einarsson frá Dölum, þá vinnumaður í Jónshúsi.
8. Sighvatur Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum og formaður á bátnum komst af, en lést af afleiðingum slyssins um sumarið eftir.
Erlendur var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir