Guðrún Guðmundsdóttir (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 14:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 14:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Nýjabæ fæddist 1753 og lést 12. febrúar 1817.

Guðrún var húsfreyja í Nýjabæ 1785 og enn 1793.
Þau Bjarni eignuðust andvana stúlku 1785 og misstu nýfætt barn úr ginklofa 1791. Fæðingaskráning hefst 1786 og dánarskrá 1785.
Bjarni fórst 1793.
Guðrún var vinnukona á Kirkjubæ 1801. Þar var hún 1816.
Hún lést þar 64 ára úr „ellilasleika“.

Maður Guðrúnar var Bjarni Jónsson bóndi og meðhjálpari í Nýjabæ, f. 1741, drukknaði við Eyjasand 12. nóvember 1793.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fædd stúlka 19. nóvember 1785.
2. Anna Bjarnadóttir vinnukona, f. 22. maí 1787, d. 7. júní 1840.
3. Jón Bjarnason, f. 25. september 1791, d. 2. október 1791 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.