Anna Bjarnadóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Bjarnadóttir vinnukona fæddist 22. maí 1787 í Nýjabæ og lést 7. júní 1840.
Faðir hennar var Bjarni Jónsson bóndi í Nýjabæ, f. 1742, drukknaði 12. nóvember 1793.
Móðir hennar var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 1753, d. 12. febrúar 1817.

Anna var fátæklingur í Þorlaugargerði 1801, vinnukona þar 1812-1813, á Oddsstöðum 1813 og 1816 og enn 1835.
Hún lést 1840, þá niðursetningur á Oddsstöðum.

I. Barnsfaðir hennar var Björn Björnsson á Oddsstöðum, síðar bóndi á Steinsstöðum, f. 16. mars 1789, d. 20. júní 1821.
Barn þeirra var
1. Þuríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 1813 í Þorlaugargerði, d. 16. október 1837.

II. Barnsfaðir Önnu var Ólafur Jónsson, þá vinnumaður á Oddsstöðum, síðar bóndi í Dölum.
Barnið var
2. Sigurður Ólafsson, f. 21. nóvember 1822, d. 10. desember 1822 úr „barnaveiki“.

III. Barnsfaðir hennar var „Benedikt vinnumaður úr Austursveitum‟.
Barnið var
3. Guðrún Benediktsdóttir, f. 30. október 1826, d. 5. nóvember 1826 úr „barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.