Margrét Þorsteinsdóttir (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Þorsteinsdóttir frá Landlyst, húsfreyja í Garðinum, fæddist 2. janúar 1866 í Sjólyst og lést 5. september 1931 í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson héraðslæknir, f. 17. nóvember 1840, d. 13. ágúst 1908, og kona hans Matthildur Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1833, d. 5. mars 1904.

Systkini Margrétar voru:
1. Guðmundur járnbrautarstarfsmaður í Utah, f. 8. október 1867 í Sjólyst, d. 13. mars 1933 í Spanish Fork í Utah. Hann fluttist til Utah 1888, kvæntist Ágústínu Einarsdóttur frá Helgahjalli, f. 9. ágúst 1878 í Helgahjalli, d. 3. maí 1957 í Spanish Fork í Utah. Hún fluttist með fjölskyldu sinni til Utah 1880, breytti eftirnafni í Johnson.
2. Jón verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. október 1868 í Sjólyst, d. 24. maí 1931, kvæntur Guðrúnu Johansdóttur Heilmann.
3. Ingibjörg, f. 16. júlí 1870 í Landlyst, d. 14. desember 1871.
4. Magnús prestur á Mosfelli í Mosfellssveit, f. 3. janúar 1872 í Landlyst, d. 4. júlí 1922, kvæntur Valgerði Gísladóttur.
5. Guðrún húsfreyja í Valhöll, f. 25. desember 1873, d. 24. ágúst 1928, gift Ágústi Gíslasyni.

Margrét var með foreldrum sínum í Sjólyst fyrstu ár sín og í Landlyst 1870 og 1880.
Hún giftist Jóhanni 1888 og bjó í Garðinum með fjölskylduna til ársins 1900, er Jóhann lét af verslunarstjórastörfum.
Þau fluttust til Reykjavíkur á því ári.
Þau fluttust til Bandaríkjanna 1905 og bjuggu í Kaliforníu.
Margrét lést 1931 í Los Angeles.

Maður Margrétar, (9. október 1888), var Jóhann Morten Peter Bjarnasen verslunarstjóri í Garðinum, síðar Vestanhafs, f. 8. apríl 1862, d. 24. mars 1946.
Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Jóhannsson Bjarnasen, f. 7. ágúst 1889.
2. Jóhanna Karólína Jóhannsdóttir Bjarnasen Feldman, f. 12. mars 1892.
3. Matthhildur Jóhannsdóttir Bjarnasen Weldie, f. 10. janúar 1894.
4. Jóhann Pétur Benedikt Jóhannsson Bjarnasen, f. 15. nóvember 1895.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.