Hallfríður Ísleiksdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 19:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 19:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hallfríður Ísleiksdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 22. desember 1809 á Breiðabólsstað á Síðu og lést 1. júní 1866.
Foreldrar hennar voru Ísleikur Þorleifsson bóndi „handlæknir“ þar, f. 1773, d. 10. júlí 1816, og kona hans Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1775, d. 5. mars 1813.

Hallfríður missti foreldra sína á barnsaldri. Hún var uppeldisbarn í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum 1816, vinnukona á Grjótá í Fljótshlíð 1835.
Hún var gift kona á Vilborgarstöðum 1840 og enn 1855, ekkja til heimilis hjá Guðmundi Ólafssyni bónda og Sigríði Stefánsdóttur húsfreyju 1860, bústýra hjá Árna Eiríkssyni, þá á Hólnum.
Hallfríður lést úr kvefsótt 1866, þá til heimilis á Hólnum, (Jónshúsi).

Maður Hallfríðar, (23. október 1840), var Jón Magnússon bóndi, f. 23. maí 1811, d. 3. apríl 1860. Börn finnast ekki hjá þeim.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.