Árni Eiríksson (Svaðkoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Eiríksson bóndi og sjómaður í Svaðkoti fæddist 10. maí 1799 á Fossi í Mýrdal og lést 20. október 1873 á Oddsstöðum.
Faðir hans var Eiríkur bóndi á Fossi, f. 1752 í Engigarði í Mýrdal, Bjarnason, f. 1716, Eiríkssonar, og konu Bjarna, Margrétar, f. 1717, Eiríksdóttur.

Móðir Árna og síðari kona Eiríks á Fossi var Ingveldur húsfreyja, f. 1763 á Brekkum í Mýrdal, Árnadóttir bónda á Brekkum, f. 1732, d. 11. desember 1793, Jónssonar, og fyrri konu Árna á Brekkum, Auðbjargar húsfreyju, f. 1734.

Árni var með foreldrum sínum 1801, var síðar á sveit í Presthúsum í Mýrdal til 1816, í Reynishólum þar 1816-1818. Hann var smali á Höfðabrekku í Mýrdal 1818-1824, vinnumaður á Syðsta-Hvoli þar 1824-1833, á Ketilsstöðum þar 1833-1834.
Hann fór til Eyja 1834, kvæntist ekkjunni Vigdísi 1835 og varð sjómaður og bóndi í Svaðkoti. Hann missti Vigdísi 1860. Á síðari árum sínum var hann tómthúsmaður í Jónshúsi, síðast í dvöl á Oddsstöðum til dd.

Kona Árna, (7. nóvember 1835), var Vigdís Þorbjörnsdóttir húsfreyja í Svaðkoti f. 9. nóvember 1800, d. 23. febrúar 1860 í Eyjum. Árni var síðari maður hennar. Fyrri maður Vigdísar var Jón Þorkelsson sjómaður og bóndi í Svaðkoti.
Börn Vigdísar og stjúpbörn Árna hér:
1. Sveinn Jónsson, f. 16. júní 1821, d. 22. júní 1821.
2. Jón Jónsson, f. 4. september 1822, d. 13. september 1822.
3.Vilborg Jónsdóttir, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878 á Vilborgarstöðum..
4. Þorbjörn Jónsson, f. 11. desember 1824, d. 19. desember 1824.
5. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867, kona Sigurðar Torfasonar hreppstjóra.
6. Geirdís Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1832, d. 7. ágúst 1832.
7. Þuríður Jónsdóttir, f. 29. apríl 1834, d. 6. maí 1834.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.