Þórður Guðjónsson (Kirkjubóli)
- Þóður. Til hægri er Ólöf móðir hans og María unnusta hans.
Þórður Guðjónsson sjómaður frá Kirkjubóli fæddist 28. september 1892 og lést 4. maí 1914.
Foreldrar hans voru Guðjón Björnsson bóndi á Kirkjubóli, f. 2. maí 1862, d. 4. maí 1940, og kona hans Ólöf Lárusdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1862, d. 16. nóvember 1944.
Þórður var með fjölskyldu sinni frá fæðingu. Hann var háseti á vélbátnum Braga VE-165 4. maí 1914, er hann féll fyrir borð og drukknaði.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Íslensk skip. Jón Björnsson. Iðunn 1990.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.