Ingibjörg Jónsdóttir (Kirkjubæ)
Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Ystabæli u. Eyjafjöllum, síðar í dvöl á Kirkjubæ, fæddist 22. apríl 1835 og lést 7. mars 1915.
Faðir hennar var Jón bóndi á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 1794, d. 31. janúar 1860, Einarsson bónda í Klömbru þar, f. 1759, d. 9. janúar 1801, Sigurðssonar bónda á Minni-Borg þar, f. 1712, Eiríkssonar.
Móðir Jóns á Rauðafelli og kona Einars í Klömbru var Guðný húsfreyja, f. 1773 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 7. júlí 1847, Sigurðardóttir bónda í Klömbru 1801, f. 1739, Einarssonar, og konu hans, Þorgerðar húsfreyju, f. 1745 á Dyrhólum í Mýrdal, Andrésdóttur.
Móðir Ingibjargar og kona Jóns var Ingibjörg húsfreyja á Rauðafelli, f. 1794, Hjörleifsdóttir bónda í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 18. nóvember 1752, Sigurðssonar, f. (1720), Hjörleifssonar, og konu Hjörleifs Sigurðssonar í Berjanesi, Ingibjargar húsfreyju, f. 1753, d. 15. september 1825, Magnúsdóttur bónda á Lambafelli u. Eyjafjöllum, f. 1716, Filippussonar, og konu Magnúsar, Valgerðar húsfreyju á Lambafelli, f. 1717, á lífi 1762, Ísleifsdóttur.
Maður Ingibjargar á Kirkjubæ var Eyjólfur Magnússon bóndi í Ystabæli, f. 10. október 1824, d. 4. október 1863.
Barn þeirra hér:
Magnús Eyjólfsson bóndi og járnsmiður á Kirkjubæ, f. 17. mars 1860, d. 24. júlí 1940, kvæntur Guðlaugu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.