Árna Jóhanna Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. maí 2015 kl. 22:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2015 kl. 22:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árna Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja fæddist 15. febrúar 1920 og lést 20. febrúar 1945.
Foreldrar hennar voru Jón Hjálmarsson útgerðarmaður frá Kuðungi, f. 24. október 1890, d. 18. nóvember 1945, og kona hans Fríður Ingimundardóttir húsfreyja frá Gjábakka, f. 23. maí 1881, d. 8. júní 1950.

Árna Jóhanna varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum 1937. Hún veiktist af berklum og lést á Vífilsstöðum 1945.

Maður Árnu Jóhönnu var Einar Guðmundur Ólafsson vélstjóri frá Búðarfelli, síðar í Hafnarfirði, f. 13. mars 1921, d. 2. desember 1984.
Barn þeirra hér:
1. Guðný Fríða Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.