Sverrir Guðmundsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 21:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 21:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sverrir Guðmundsson vinnumaður á Vilborgarstöðum fæddist 17. nóvember 1808 í Prestbakkakoti á Síðu og lést 23. mars 1848 á Vilborgarstöðum.

Faðir hans var Guðmundur bóndi víða, en lengst í Heiðarseli á Síðu, f. 1782, d. 21. janúar 1845 í Pétursey, Jónsson bónda, lengst í Ytri-Tungu í Landbroti, f. 1754 á Núpstað í Fljótshverfi, d. 25. maí 1830 í Heiðarseli, Eyjólfssonar bónda á Keldunúpi á Síðu, f. 1721, d. um 1766, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1690, Sveinsdóttur.
Móðir Guðmundar í Heiðarseli og kona Jóns í Ytri-Tungu var Þuríður húsfreyja, f. 1748, d. 12. október 1825, Gunnarsdóttir bónda í Mörk, f. 1711, d. 1784, Ólafssonar, og fyrri konu Gunnars, Oddnýjar húsfreyju, f. 1728, Árnadóttur.

Móðir Sverris var Margrét húsfreyja, f. 1769, d. 30. nóvember 1837 í Heiðarseli, Sverrisdóttir bónda víða, en lengst á Kirkjubæjarklaustri, f. 1739, d. 25. maí 1809, Eiríkssonar bónda á Hörgslandi og í Hörgsdal, hreppstjóra, f. 1691, d. fyrir 1753, Bjarnasonar, og konu Eiríks, Hildar húsfreyju, f. 1701, Rafnkelsdóttur.
Móðir Margrétar og fyrri kona Sverris Eiríkssonar var Ólöf húsfreyja, f. 1747 á Núpstað, d. 1784, Jónsdóttir bónda á Núpstað, f. 1696, d. í maí 1762 á Núpstað, Bjarnasonar, og annarrar konu Jóns á Núpstað, Guðlaugar húsfreyju, f. 1704, d. 1754 á Núpstað, Gissurardóttur.

Sverrir var hjá foreldrum sínum í Prestbakkakoti til ársins 1816, í Efri-Vík í Landbroti 1816-1817, í Hraunkoti í Landbroti 1817-1818. Hann var niðursetningur á Heiði í Mýrdal 1818-1819, í Hólmi 1819-1820. Hann var hjá foreldrum sínum í Efri-Mörk á Síðu 1820-1825, smali á Seljalandi 1825-1826, aftur hjá foreldrum sínum í Efri-Mörk 1826-1828.
Sverrir var bóndi í Heiðarseli 1828-1838.
Hann fór til Þóroddsstaða á Suðurnesjum 1838 með Guðríði og börnunum Jóni og Margréti, var tómthúsmaður í Tjarnarkoti í Útskálasókn við fæðingu Sigríðar í janúar 1840, í Götu í Hvalsnessókn síðar á árinu 1840 með konu sinni Guðríði 42 ára og börnunum Jóni 8 ára og nú Guðrúnu 9 ára. Þau Guðríður komu að Tómthúsi í Eyjum frá Götu á Suðurnesjum 1842 með Jón son sinn. (Margrét og Guðrún voru ekki nefndar innkomnar í sóknina með Sverri og Guðríði).
Sverrir var sagður ekkjumaður með Jón son sinn í fóstri á Vilborgarstöðum 1845.
Sverrir lést 1848.

Kona Sverris á Vilborgarstöðum, (11. október 1832), var Guðríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 1799 á Velli í Hvolhreppi, Rang., d. d. 12. júlí 1864.
Börn Sverris og Guðríðar hér:
1. Valgerður Sverrisdóttir, f. 8. mars 1831. Hún var vinnukona í Dölum 1870, d. 14. september 1887 á Keldunúpi á Síðu.
2. Guðrún Sverrisdóttir, f. 1831.
3. Margrét Sverrisdóttir, f. 6. maí 1832 í Heiðarseli. Hún var tökubarn í Hólmfríðarhjalli 1845, var í Nýja-Kastala 1855, á Miðhúsum 1860, en komin á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1870.
4. Jón Sverrisson, f. 19. júní 1833, d. 10. maí 1859. Hann var bóndi í Túni.
5. Elis (líka Elísa) Sverrisdóttir, f. 17. maí 1834 í Heiðarseli. Var í V- og A-Skaft.
6. Þuríður Sverrisdóttir, f. 29. maí 1835, d. 28. október 1839.
7. Sverrir Sverrisson, f. 1. febrúar 1837, d. 13. mars 1837.
8. Einar Sverrisson, f. 1. febrúar 1837, d. 21. febrúar 1837.
9. Sigríður Sverrisdóttir, f. 28. janúar 1840 í Tjarnarkoti í Útskálasókn, d. 29. janúar 1840.
Barn Sverris með Ólöfu Þorsteinsdóttur, f. 1805:
10. Benjamín Sverrisson, f. 18. nóvember 1828 í Nýjabæ í Landbroti, d. 21. júní 1874 á Hofi í Ölfusi. Hann var bóndi á Hofi í Ölfusi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.