Gísli Jónsson (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. maí 2015 kl. 15:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. maí 2015 kl. 15:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Jónsson bóndi í Nýjabæ fæddist 1873 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og lést í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Jón Ólafsson húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 1841 í Jórvík í Álftaveri, d. 29. október 1918 í Vesturheimi, og kona hans, Geirdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1843 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 30. maí 1917 í Vesturheimi.

Gísli var léttadrengur í Boston 1890 hjá Sigurði Sigurfinnssyni og Þorgerði Gísladóttur. Hann var húsbóndi í Nýjabæ 1901 með Jónínu Veigalín Jónsdóttur húsfreyju frá Gjábakka, f. 1873 og barninu Kristjönu Gísladóttur á fyrsta ári.
Þau fluttust öll til Vesturheims 1902.

I. Kona Gísla, (31. maí 1901), var Jónína Veigalín Jónsdóttir frá Gjábakka, f. 1873.
Barn hér:
1. Kristjana Gísladóttir, f. 13. apríl 1901. Hún fór með foreldrum sínum til Vesturheims 1902.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.