Anna Guðrún Sveinsdóttir (Björgvin)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. maí 2014 kl. 12:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. maí 2014 kl. 12:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Guðrún Sveinsdóttir (Björgvin)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Anna Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja og saumakona í Björgvin, (Anna í Björgvin), fæddist 14. apríl 1868 í Norðurkoti í Grímsnesi og lést 9. febrúar 1943.
Faðir hennar var Sveinn bóndi og söðlasmiður á Torfastöðum í Úlfljótsvatnssókn 1870, f. 3. október 1835, drukknaði 19. október 1882, Þorsteinsson.
Móðir Sveins og barnsmóðir Þorsteins var Ingibjörg ógift vinnukona á Galtalæk í Bræðratungusókn í Árn. 1835, f. 1806 á Spóastöðum í Biskupstungum, Brynjúlfsdóttir bónda í Ásakoti í Haukadalssókn 1816, f. 1772 á Spóastöðum, Jónssonar, og konu Brynjúlfs, Guðrúnar Einarsdóttur húsfreyju, f. 1773 í Hjálmholti.

Móðir Önnu í Björgvin og barnsmóðir Sveins var Guðrún vinnukona, f. 25. september 1837, d. 18. júní 1871, Eiríksdóttir bónda á Hittu í Mosfellssókn í Kjósars. 1840, f. 14. febrúar 1797, d. 28. maí 1858, Guðmundssonar bónda í Káragerði í Landeyjum, f. 1767, Ögmundssonar, og konu Guðmundar Ögmundssonar, Helgu húsfreyju, f. 1770, d. 16. ágúst 1832, Árnadóttur, Brandssonar.
Móðir Guðrúnar Eiríksdóttur var Guðrún húsfreyja í Hittu, f. 10. júní 1803, d. 15. júní 1865, Kjartansdóttir bónda í Glóru í Laugardælasókn, f. 1774 á Heimalandi í Hraungerðishreppi, d. 3. júlí 1856, Jónssonar, og konu hans, Helgu húsfreyju, f. 1773, d. 24. október 1817, Þorsteinsdóttur.

Anna Guðrún var 12 ára niðursetningur í Vilborgarkoti í Gufunessókn 1880, 22 ára vinnukona á Keldum 1890, hjú í Vorhúsum í Reykjavík 1901.
Hún vann á saumastofu í Reykjavík um skeið og lærði iðnina.
Þau Halldór fóru til Hull um 1903, þar sem hann vann fyrir James White, enskan fiskkaupmann, sem starfað hafði hérlendis. Þar dvöldu þau um skeið og eignuðust tvo drengi, Gunnlaug Marel og Halldór Magnús Engiberg.
Þegar heim kom bjuggu þau um stund í Bjarnaborg í Reykjavík.
Í Reykjavík eignuðust þau barnið James White 1906.
Á árinu 1908 fluttust þau til Eyja. Fengu þau inni á Litlu-Löndum. Þar fæddist Margrét Ingibjörg 1909.
Í Björgvin fluttu þau 1910. Þar bjuggu þau meðan Halldór Runólfsson lifði og Anna eftir það með fjölskyldunni og síðast með Margréti Ingibjörgu dóttur sinni.

Sambýlismaður Önnu var Halldór Magnús Diðrik Runólfsson, f. 26. apríl 1866, drukknaði 9. apríl 1913.
Börn Önnu í Björgvin og Halldórs voru:
1. Gunnlaugur Marel Halldórsson, f. 16. febrúar 1903 í Hull, d. 27. október 1909.
2. Halldór Magnús Engiberg Halldórsson, f. 6. apríl 1905 í Hull, drukknaði 1. mars 1942, er Þuríður formaður VE-233 fórst við Landeyjasand.
3. James White Halldórsson, f. 13. júlí 1906 í Reykjavík, drukknaði 22. apríl 1934, er hafnarbáturinn Brimill fórst við árekstur undan Klettssnefi.
4. Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja í Björgvin, f. 25. mars 1909 á Litlu-Löndum, d. 18. ágúst 2012.

Um líf Önnu Guðrúnar skrifaði Björn Th. Björnsson sögulega skálsögu, sem hann nefndi Brotasögu. Þar er áhrifarík lýsing á lífi þessarar sérstæðu alþýðukonu.


Heimildir