Björn Th. Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björn Theódór Björnsson fæddist í Reykjavík 3. september 1922 og lést 25. ágúst 2007. Foreldrar hans voru Baldvin Björnsson gullsmiður og Martha Clara Björnsson, fædd Bemme, húsmóðir.

Björn ólst upp í Reykjavík og Vestmannaeyjum og lauk stúdentsprófi frá MR 1943. Hann nam listasögu við Edinborgarháskóla, Lundúnaháskóla og Kaupmannahafnarháskóla.

Björn kenndi listasögu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kennaraskóla Íslands og síðar Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Hann var m.a. fulltrúi í útvarpsráði og í undirbúningsnefnd um stofnun íslensks sjónvarps, sat í menntamálaráði og var formaður og varaformaður Rithöfundasambands Íslands. Þá var Björn forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands.

Björn var afkastamikill rithöfundur og liggja m.a. eftir hann bækur um íslenska listasögu og listamenn, skáldsögur og heimildaskáldsögur, endurminningar, sagnaþættir, þjóðlegur fróðleikur, leikrit og þýðingar. Björn hlaut fyrstu verðlaun í skáldsagnasamkeppni menntamálaráðs 1959 fyrir Virkisvetur og bókmenntaverðlaun DV 1988 fyrir Minningarmörk í Hólavallakirkjugarði.

Eftirlifandi eiginkona Björns er Ásgerður Búadóttir myndlistarmaður. Þau eignuðust þrjú börn, Baldvin, Björn Þránd og Þórunni, sem öll lifa föður sinn.


Heimildir