Ingibjörg Erasmusdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. október 2013 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. október 2013 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Erasmusdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 24. júlí 1790 á Kirkjulæk í Fljótshlíð og lést 23. mars 1876 í Eyjum.
Faðir Ingibjargar var Erasmus bóndi á Kirkjulæk, f. 1750, d. 29. jan. 1828, Eyjólfsson bónda í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1762, f. 1693, d. 1767, Jónssonar bónda í Hörglandskoti á Síðu, f. (1660), d. fyrir mt 1703, Skúlasonar, og konu Jóns Skúlasonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1661, Arnbjarnardóttur.
Móðir Erasmusar á Kirkjulæk og síðari kona Eyjólfs í Stóru-Mörk var Helga húsfreyja, f. 1719, d. 4. febrúar 1804, Eyjólfsdóttir bónda á Flókastöðum í Fljótshlíð og Uppsölum í Hvolhreppi, f. 1689, d. 1762, Þorsteinssonar.

Móðir Ingibjargar Erasmusdóttur var Katrín húsfreyja, f. 1766, d. 21. júní 1834, Ásgeirsdóttir, bónda á Kirkjulæk, f. 1732, d. 18. september 1805, Jónssonar Magnússonar, og konu Jóns Magnússonar, Þuríðar húsfreyju, f. 1706, d. 27. október 1785, Gísladóttur bónda og lögréttumanns í Stóru-Mörk, Þorlákssonar.
Móðir Katrínar á Kirkjulæk og kona Ásgeirs var Margrét húsfreyja á Kirkjulæk 1801, f. 1737, Sigurðardóttir.

Ingibjörg var skráð vinnukona á Dúða í Fljóshlíð 11 ára við mt. 1801, á Teigi í Fljótshlíð 1816 og 1824.
Hún eignaðist Margréti með Jóni Arnessyni 1824.
Þau fluttust til Eyja 1826 með Margréti tveggja ára og fengu húsnæði í Ömpuhjalli.
Jón lést 16. maí 1834.
Ingibjörg giftist Árna Jónssyni bónda á Kirkjubæ 1835 og bjó þar.
Hún var ekkja á Kirkjubæ á mt. 1845 með Margréti Jónsdóttur, dóttur sinni, f. 1824, og Arnbjörgu Árnadóttur dóttur sinni, f. 1836, og dótturdóttur sinni Kristínu Jónsdóttur 2 ára, dóttur Margrétar.
Ingibjörg var húskona á Gjábakka 1855 með Arnbjörgu vinnukonu þar og Elísabet Eiríksdóttur tökubarni.
Ingibjörg var á Vilborgarstöðum 1860, „tengdamóðir húsbóndans“ Magnúsar Magnússonar, manns Arnbjargar.

Maki I: Jón Arnesson, f. 8. apríl 1790, d. 16. maí 1834.
Börn Ingibjargar og Jóns hér nefnd:
1. Kristín Jónsdóttir, f. 18. september 1821, jarðs. 14. október 1821.
2. Margrét Jónsdóttir, f. 4. júlí 1824, d.24. mars 1868, gift Pétri Halldórssyni bónda á Vilborgarstöðum.
3. Jón Jónsson, f. 14. mars 1827, d. 23. mars 1827.
4. Erasmus Jónsson, f. 9. ágúst 1828, d. 17. ágúst 1828.
5. Kristín Jónsdóttir, f. 2o. september 1829, d. 24. september 1829.
. 6. Helga Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1832, d. 22. nóvember 1832.
7. Þorleifur Jónsson, f. 12. desember 1833, d. 18. desember 1833.

Maki II (2. ágúst 1835): Árni Jónsson bóndi á Kirkjubæ, f. 27. september 1803, d. 27. febrúar 1842.
Barn þeirra var
8. Arnbjörg Árnadóttir (Ampa) húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 23. júlí 1836. Maður hennar var Magnús Magnússon,


Heimildir