Ritverk Árna Árnasonar/Óskar Kárason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 10:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 10:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Kárason.

Kynning.

Óskar Kárason múrarameistari, byggingafulltrúi frá Presthúsum fæddist 9. ágúst 1905 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum og lést 2. maí 1970.
Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson bóndi, síðar í Hvíld og í Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.

Óskar var múrarameistari og síðan byggingafulltrúi. Hann var mikill hagyrðingur, orti m.a. formannavísur um fjölda Eyjaformenn.

Kona Óskars Kárasonar var Anna Jesdóttir húsfreyja og tónlistarmaður, f. 2. desember 1902 að Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum, d. 18. september 1994.

Börn Óskars og Önnu eru:
1. Ágústa, f. 3. febrúar 1930.
2. Kári, f. 25. júlí 1931.
3. Þórir, f. 19. september 1934.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Óskar Kárason er lágur vexti, en þrekinn, skolhærður, breiðleitur, en ljós yfirlitum. Hann er léttur í skapi, en bregður þó fyrir nokkuð þungri skapgerðar framkomu, en yfirleitt kátur, og í sínum hóp er hann hrókur fagnaðar, ræðinn, fróður og skemmtilegur. Lætur fjúka í kviðlingum.
Hann var veiðimaður góður, en hefir nú dregist nokkuð aftur úr vegna þjálfunarskorts. Hann hefir verið í Elliðaey, Álsey og Hellisey og nokkuð á heimalandi.
Lífsstarf Óskars er múrverk, sem hann er meistari í og er nú byggingafulltrúi bæjarins. Óskar er hagmæltur vel og hefir gefið út eitt kver, „Formannavísur úr Eyjum“. Annað kver af formannavísum gaf hann út í apríl 1957, mest dróttkveðnar vísur og þungar. Hann var góður veiðimaður, kappsfullur og fylginn sér.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Óskar Kárason


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.