Óskar Kárason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2013 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2013 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar
Hjónin Anna Jesdóttir og Óskar Kárason.

Óskar Kárason fæddist 9. ágúst 1905 að Vesturholtum undir Vestur- Eyjafjöllum. Hann lést 2. maí 1970. Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson, Presthúsum, og Þórunn Pálsdóttir. Kona Óskars var Anna Jesdóttir, fædd 2. desember 1902, og áttu þau þrjú börn; Ágústu, Kára og Þóri. Óskar byggði Sunnuhól sem var heimili fjölskyldunnar til ársins 1971.

Óskar tók skipstjórapróf á námskeiði í Vestmannaeyjum árið 1923. Hann lauk sveinsprófi í múrsmíði 1933 í Iðnskólanum í Reykjavík og tók nokkrum árum síðar landmælingapróf .

Óskar stundaði sjóinn á yngri árum, eða þar til hann útskrifaðist sem múrari. Hann vann við múrsmíði frá 1933 til 1954 og var hann fyrsti lærði múrarinn í Eyjum. Hann var byggingafulltrúi Vestmannaeyja frá 1938.

Mikinn þátt tók Óskar í félagsstarfi. Átti hann þátt í stofnun ýmissa félaga.

Formannavísurnar

Óskar er frægur fyrir vísurnar sem hann samdi um formenn Eyjanna. Hann gaf út tvö rit með samansafni af vísunum. Fyrsta safnið kom út árið 1950 og annað árið 1956. Allar formannavísurnar eru hér á vefnum og eru vísurnar tengdar viðeigandi formönnum.

Ef mér væri frjálsum falt
formenn um að dæma,
mannvalið eg mundi allt
medalíum sæma.
Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Óskar Kárason


Myndir