Ritverk Árna Árnasonar/Guðmundur Guðjónsson (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2013 kl. 14:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2013 kl. 14:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Guðjónsson í Presthúsum fæddist 28. janúar 1911 og lést 18. desember 1969.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður á Oddsstöðum, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og kona hans Martea Guðlaug Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921.

Kona Guðmundar var Jórunn Ingunn Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja í Presthúsum f. 14. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1995.
Þau hófu búskap sinn í Sólhlíð 26. Fluttust þau fljótlega að Landagötu 23, húsi sem þau eignuðust. Presthús eignuðust þau 1948 og fluttust þangað í janúar 1949. Byggðu þau nýtt hús utan um það gamla.
Hjá þeim var í heimili frá 1945 bróðir Jórunnar, Þórarinn Guðjónsson, (Tóti á Kirkjubæ), bifreiðastjóri, verkamaður og bjargveiðimaður.
Einnig var hjá þeim fötluð kona, Sigrún Bergmann, ættuð frá Patreksfirði, f. 1912, d. 1987. Móðir hennar veiktist og gat ekki séð henni farborða. Sigrún kom til þeirra hjóna að Landagötu 1945 og fluttist með þeim að Presthúsum 1949. Dvaldi hún hjá þeim í 25 ár, er hún fluttist að Hátúni í Reykjavík.

ctr


Jórunn, Guðmundur og dætur.
Frá vinstri: Bára Jóney, Martea Guðlaug, Guðrún og Halla.


Börn Guðmundar og Jórunnar:
1. Guðrún, fædd 11. mars 1937.
2. Halla, fædd 4. desember1939.
3. Bára, fædd 6. nóvember 1946.
4. Martea Guðlaug, fædd 3. febrúar 1949.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sannur sonur sinna átthaga.
Guðmundur er lágur vexti, en nokkuð þrekinn, svarthærður, hvítur í andliti, fremur breiðleitur, vel fríður sýnum. Hann er mjög skapléttur, ræðinn og síkátur, hrókur alls fagnaðar, söngmaður góður og hljómrænn.
Veiðimaður er Guðmundur með ágætum sem bræður hans aðrir, enda mesti lipurleikamaður í öllum hreyfingum, snar og eftirfylginn, verið frá æsku í Elliðaey við lundaveiði, en víða farið um við aðrar veiðar fugls.
Störf hans hafa verið fiskveiðastörf og nú síðast unnið í Fiskþurrkunarstöðinni á Urðum.
Hann er góður verkmaður og mesta lipurmenni, vel kynntur og vinhollur, hrókur fagnaðar og fjörs.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir