Andrés Sigurvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2022 kl. 18:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2022 kl. 18:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Andrés

Andrés Bjarni Sigurvinsson fæddist að Snotrunesi í Borgarfirði eystri 17. júní 1949. Foreldrar hans voru Sigurvin Þorkelsson sjómaður og Vilborg Ingibjörg Andrésdóttir. Þau bjuggu í Snæfelli við Hvítingaveg 8. Bræður Andrésar eru Ólafur og Ásgeir.

Andrés er menntaður kennari frá Kennaraskóla Íslands 1972 og er með leiklistarmenntun frá Leiklistarskóla Íslands 1978. Hanns stundaði kennslu í grunn- og framhaldsskólum og leikstýrði víða um land, bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsum í framhaldsskólum og víða á landsbyggðinni. Starfaði við Þjóðleikhúsið, Óperuna, Leikfélag Akureyrar, Útvarpsleikhúsið, Herranótt MR, LMH, og hjá öðrum leikfélögum s.s. Sauðárkróki, Vestmannaeyjum, Keflavík, Luxemborg og víðar. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi hjá stofnunum við meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga.

Andrés var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann var framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja. Hann var verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála í Árborg til loka árs 2010. Andrés býr í Mosfellsbæ.