Sigurvin Þorkelsson (Snæfelli)
Sigurvin Þorkelsson sjómaður, verkamaður fæddist 21. desember 1922 á Hellissandi og lést 29. desember 1973.
Foreldrar hans voru Þorkell Arngrímur Sigurgeirsson frá Skarði í Neshreppi, Snæf., sjómaður á í Skálholti og á Hellissandi, Snæf., f. 6. febrúar 1896, d. 28. október 1981, og Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir frá Brimilsvöllum í Vallnahreppi, Snæf., húsfreyja, f. 11. ágúst 1899, d. 27. mars 1995
Sigurvin var með foreldrum sínum í æsku, í Skálholti í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi 1930 og 1941.
Hann var sjómaður á Borgarfirði eystra, verkamaður í Eyjum.
Hann eignaðist barn með Önnu 1948.
Þau Vilborg giftu sig 1949 í Reykjavík, bjuggu á Fjölnisvegi 13 þar við giftingu 1949, voru á Borg á Borgarfirði eystra við skírn Andrésar Bjarna í september 1949, en hann fæddist í Snotrunesi í júní 1949, og voru enn á Borg þar við fæðingu Ólafs Þórs 1951.
Þau fluttu til Eyja 1953, bjuggu á Hjalteyri við Vesturveg 13B við skírn Ásgeirs 1955, en á Snæfelli við Hvítingaveg 8 við Gos 1973. Síðar bjuggu þau við Foldahraun.
Sigurvin lést 1973 í Eyjum og Vilborg 2009.
I. Barnsmóðir Sigurvins var Anna Ólína Unnur Annelsdóttir, f. 31. október 1931 í Helludal í Bervík á Snæfellsnesi, d. 21. desember 2013.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Sigurvinsson deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, f. 12. maí 1948. Kona hans Kristín Dagný Magnúsdóttir.
II. Kona Sigurvins, (10. maí 1949 í Reykjavík), var Vilborg Ingibjörg Andrésdóttir frá Snotrunesi, húsfreyja, matráðskona, f. þar 14. september 1924, d. 13. ágúst 2009.
Börn þeirra:
2. Andrés Bjarni Sigurvinsson kennari, bæjarfulltrúi, leikstjóri, framkvæmdastjóri, f. 17. júní 1949 í Snotrunesi í Borgarfirði eystra. Fyrrum kona hans Lovísa Matthíasdóttir. Kona hans Rebekka Sigríður Friðgeirsdóttir.
3. Ólafur Þór Sigurvinsson knattspyrnumaður, f. 8. apríl 1951 í Snotrunesi. Kona hans Margrét Þóra Guðmundsdóttir.
4. Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður, f. 8. maí 1955 í Eyjum. Kona hans Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 29. ágúst 2009. Minning Vilborgar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.