Landlyst

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2020 kl. 08:10 eftir Gudmundurj85 (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2020 kl. 08:10 eftir Gudmundurj85 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Landlyst þegar húsið stóð við Strandveg 43b.

Húsið Landlyst er eitt af elstu húsum í Eyjum. Húsið stóð við Strandveg 43b fram til ársins 1992, er það var tekið niður og friðlýst.

Landlyst á Skansinum.
Þetta mun vera elsta mynd sem til er af Landlyst.

Landlyst var byggt árið 1848 og stendur núna í sinni upprunalegu mynd á Skanssvæðinu. Þar hefur verið komið upp læknaminjasafni. Við húsið var fyrsta fæðingarheimili á Íslandi byggt árið 1847.

Húsið var byggt af Matthíasi Markússyni snikkara og konu hans Sólveigu Pálsdóttur ljósmóður. Sólveig var send til ljósmæðranáms í Kaupmannahöfn og við heimkomuna var byggt fæðingarheimili við Landlyst með styrk frá danska ríkinu. Var það kallað Stiftelsið. Þetta kom til vegna landlægs sjúkdóms sem nefndist ginklofi (stífkrampi) og lagðist hann sérstaklega á ungabörn. Ginklofinn var skæðari í Eyjum en annars staðar hér á landi og ungbarnadauði var mikill.

Sumarið 1847 kom danski læknirinn Peter Anton Schleisner til Eyja, sendur hingað af danska ríkinu til að takast á við þennan faraldur. Schleisner og Sólveig tóku upp samvinnu og tókst þeim að útrýma ginklofanum á ótrúlega skömmum tíma.

Landlyst var íbúðarhús til 1972 þegar Vestmannaeyjabær keypti húsið. Eftir þann tíma fór fram margs konar starfsemi í húsinu. Myndlistarskóli starfaði þar um tíma og ljósmyndaklúbbur fékk inni í húsinu. Gallerí var stofnað í Landlyst og sýningar haldnar þar.

Árið 2000 var Landlyst endurbyggð og komið fyrir á Skansinum. Þar er nú heilbrigðisminjasafn.

Myndir