Blik 1939, 4. tbl./Gullkorn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2010 kl. 20:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2010 kl. 20:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1939


Gullkorn.

1. des. ár hvert hafa nemendur gagnfræðaskólans ársfagnað sinn. Þá er glatt á hjalla í skólanum, eins og reyndar oftar, margar ræður fluttar, söngvar sungnir, dansað, leikið og látið fram í dögun.
1. des. s.l. þegar hátíðin stóð sem hæst, barst okkur eftirfarandi símskeyti:

„Til nemenda og kennara
Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum:

Heill hverjum sól- og sumarhug,
er setur merkið hátt,
sem þroskar vilja, vit og dug,
sem vísar öllu lágu á bug,
en velur sínum vængjum flug
um vorloft draumablátt,
í trúnni á Guð og trausti á eigin mátt.
Loftur Guðmundsson.“


Höfundurinn er Loftur Guð­mundsson kennari hér í Eyjum.
Erindið er gullkorn, sem skólinn vill gjöra að kjörorði sínu og skólasöng.
Slík skeyti, slíkar sendingar, eru kærkomnar. Og sannleikurinn er sá, að gagnfræðaskólinn hér hefir ekki frá upphafi átt svona skeytum að fagna fyr.
Alúðar þakkir, Loftur, fyrir þína sólarsýn og þinn sumarhug.

Þ.Þ.V.