Austurvegur 16

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júlí 2007 kl. 12:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júlí 2007 kl. 12:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Setti og skýrði mynd.)
Fara í flakk Fara í leit

Í húsinu við Austurveg 16 bjuggu hjónin Bjarni Eyjólfsson og Guðrún Guðjónsdóttir. Þau bjuggu í húsinu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973.

Húsið að Austurvegi 16. Þar bjuggu hjónin Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja og Bjarni Eyjólfsson verkstjóri. Þau byggðu húsið á síðari hluta fimmta áratugar 20 aldar. Bakvið húsið vestanvert sér í Austurveg 9, hús Beru Þorsteinsdóttur og Ingólfs Arnarsonar. Í vinstri kanti sést í hlöðu og fjós Laufáss. Húsið til hægri er Austurvegur 18, hús Guðfinnu Bjarnadóttur og Einars Guðmundssonar. Myndin mun tekin af vesturlóð Kirkjubæjarbrautar 15 og sér í rennurnar. Vegurinn er tengivegur á milli Austurvegar og Kirkjubæjarbrautar og lá á milli Kirkjubæjarbrautar 11 (Goðasteins) og Kirkjubæjarbrautar 15 og suður austan Presthúsa. Í Ytri höfnina ber Verkamannabústaðina hina síðari.




Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.
  • Pers.